Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 48
47
með forna visku; táknrænar uppsprettur sem vísindi, trúarbrögð og heim-
speki hefðu líka ausið af; þeir væru ekki að setja fram „opinberun“ (e.
revelation) heldur varpa hulu af fornum vísdómi og spinna það sem legið
hefði tvístrað og dulið um aldir í þá heild sem það hefði eitt sinn verið.153
Kraft bendir á að synkretisma Blavatskíj megi tengja trúar- og fræðium-
ræðum á hennar tíð sem hafi hvatt til þess að menn leituðu „einingar í
fjölbreytileika“ og þar með hafi grunnur að „samtengingartrúarbrögðum“
verið lagður; sömuleiðis að alþjóðavæðing hafi vísast aukið á synkretisma
á nítjándu öld.154 En Kraft ræðir einnig að guðspekingar hafi óspart vísað
til samtímafræða til að sýna að kenningar þeirra væru trúar-vísindalegar
og guðspekihreyfingin hafi framan af beinlínis ýtt undir að félagar hennar
ykju við skrif leiðtoganna frá eigin brjósti; kallað hafi verið eftir að þeir
gerðu eigin samanburð á trúarbrögðum, vísindum og heimspeki og tækju
ekkert gilt nema það sem þeir fyndu innra með sér að væri satt og lifðu
samkvæmt kjörorðinu „engin trúarbrögð eru æðri en sannleikurinn“.155
Og þá er ég farin að nálgast kjarna málsins. Þórbergur sníður guðspek-
ina að eigin hentugleikum eins og ætlast var til í öndverðu að menn gerðu.
Stóra ævisögulega handritið er eitt af því sem sýnir umhugsun hans um
þau efni en þar rekur hann hvað hafi hrifið hann í guðspekinni; hvað hann
hafi aldrei fengið botn í og hvað hann hafi dregið í efa.156 En ekki nóg með
það. Mig grunar að kveikjuna að sjálfri formgerð Bréfs til Láru sé beinlínis
að finna í synkretisma guðspekinnar, ekki síst eins og hann birtist í verk-
um Blavatskíj.157 Óléttufrásögnina, í öllu sínu samtali við kenningar guð-
spekinga og sálfræðinga, má þá hafa til marks um hvílíkur listahöfundur
Þórbergur er. Hún hefur ekki á sér nokkurn svip alþjóðavæðingar; þaðan
af síður vekur hún við fyrsta lestur upp hugmynd um mann sem farið hefur
á bólakaf í samanburð á vísindum og trúarbrögðum. Hún hefur reyndar
Eins og titill ritgerðar Krafts bendir til greinir hún guðspekina bæði með hliðsjón af
synkretískum og and-synkretískum einkennum hennar og dregur þannig skýrt fram
þversagnir hreyfingarinnar. Til vitnis um and-synkretísku einkennin tekur hún til
að mynda búddisma Henrys Olcott og hugmyndir femínista í hópi guðspekinga á
indlandi (bls. 163–167).
153 Sjá sama rit, bls. 150.
154 Sjá sama rit, bls. 152.
155 Sjá sama rit, bls. 152–153 og 158, tilvitnun bls. 153.
156 Sjá Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 64–97.
157 Formgerð verka Þórbergs hefur m.a. verið tengd skrifum Umbertos Eco um „opna
verkið“ og Rolands Barthes um texta sem andstæðu hins frágengna verks, sbr.
Ástráður Eysteinsson, „Baráttan gegn veruleikanum. Um Þórberg Þórðarson og
bókmenntasmágreinar“, Skírnir 2/1989, bls. 189–207.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“