Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 29
28
Þórbergs og tengslum hennar við samfélagsgagnrýni hans.80 „Aðhvarf að“
og „fráhvarf frá“ eru svo beinlínis þýðing Þórbergs og Jóns Thoroddsen á
enska orðalaginu „revolving towards“ og „revolving away“ í karma-fyrir-
lestrum Vivekananda. Hið fyrra á við heiminn, ég-ið og það sem það kallar
sitt; hið síðara er grundvöllur siðgæðis og trúar.81 En sjálf lýsingarorðin
fráhverfur og aðhverfur eru líka höfð jafnt um athafnir sem tilhneigingar í
Almennri sálarfræði Ágústs H. Bjarnasonar og vert er þá að minnast þess að
Ágúst var einn þeirra manna sem lagði sitt til þess að „dulræn fyrirbæri“
væru skoðuð af sjónarhóli vísinda á fyrsta hluta síðustu aldar.82
Því hefur verið haldið fram að það sé einmitt „blekking persónuleikans“
eða „„ego““ Þórbergs sem þurfi „að víkja fyrir þeirri persónu sem hann
skrifar um hverju sinni“.83 Það má til sanns vegar færa ef gengið er út frá
því að skáldið hafi alltaf sóst eftir og náð stigi samadhi eða sameiningar með
80 Þýðingin hin innri fræði er sótt til Sigurðar Kristófers Péturssonar: „Guðshug-
myndin“, Jólablað félagsins Stjörnunnar í austri, 1920, bls. 27–49, hér bls. 32. Um
hnútana þrjá, sjá t.d. Anantanand Rambachan, A Hindu Theology of Liberation.
Not-Two Is Not One, New York: State University of New York Press, 2015, bls.
74–79. Hugsun og orðalag er oft áþekkt í hinum innri fræðum og Bhagavad-Gita
eða „Hávamálum Austurálfu“ – eins og Sigurður Kristófer kallaði kvæðabálkinn
forna í upphafi – sbr. George C. O. Haas, „Recurrent and Parallel Passages in the
Principal Upanishads and the Bhagavad-Gītā“, Journal of the American Oriental
Society 1922, bls. 1–43. Kvæðabálkurinn var einkar vinsæll meðal guðspekinga enda
þýddi Annie Besant hann á ensku í óbundnu máli, sbr. Bhagavad Gita or the Lord’s
Song, þýð. Annie Besant, 3. endurskoðuð útgáfa, London og Benares: Theosophical
Publishing Society, 1903. Sigurður Kristófer Pétursson þýddi líka á öðrum áratug
síðustu aldar aðra kviðu bálksins í bundið mál og samdi inngang að þýðingunni,
sbr. „Bhagavad-Gita ii. kviða“, Óðinn 7/1918, bls. 55–56; Óðinn 8/1918, bls. 63–64;
Óðinn 9/1918, bls. 72. Árið 1924 kom svo út bók með heitinu Hávamál Indíalands í
þýðingu hans, sbr. Hávamál Indíalands (Bhagavad-Gita), 2. útgáfa, Sigfús Daðason
annaðist útgáfuna, Reykjavík: Stafafell, 1978.
81 Sjá Swami Vivekananda, Karma Yoga, Altenmünster: Jazzybee Verlag / Jürgen
Beck, 2015, bls. 36 og Swâmi Vivekananda, Starfsrækt, bls. 90–91. Tekið skal fram
að Vivekananda nefnir tvö orð í sanskrít, „pravritti“, að snúast að, og „nivritti“, að
snúast frá.
82 Sjá Ágúst H. Bjarnason, Almenn sálarfræði. Til notkunar við sjálfsnám og nám í For-
spjallsvísindum, Reykjavík: Gutenberg, 1916, bls. 19 og 140; Ágúst H. Bjarnason,
„Trú og sannanir“, Iðunn 1–2/1920–1921, bls. 103–121; Ágúst H. Bjarnason, „Trú
og sannanir“, Iðunn 3/1921, bls. 215–236. Eins og titillinn á greininni í Iðunni
vitnar um – sem er samur og á grein Einars Kvaran fyrr – er Ágúst meðal annars í
samræðu við Einar og gagnrýnir ýmislegt í máli hans.
83 Soffía Auður Birgisdóttir, Ég skapa – þess vegna er ég, bls. 55; Dagný Kristjáns-
dóttir, „Á skökkum stað“, Íslensk bókmenntasaga, 4. bindi, ritstj. Guðmundur Andri
Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 586–602, hér bls. 593.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR