Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 221
220
hægt væri að sjá á annan hátt (og færa sönnur á annars konar sjón), t.a.m.
með dulskyggni og astralsjón, aukinn hljómgrunn. Röntgenmyndataka
virtist staðfesta sum sérkenni astralsjónar, t.d. að gegnheil efnisfyrirbrigði
(t.d. líkamar) væru gegnsæ; innan dulfræðihreyfingar guðspekinnar skör-
uðust „astralsjón“, „röntgensjón“ og „sýnir í fjórðu víddinni“, sem virðast
renna saman í eitt í þessu málverki.86
Á árunum 1915–1916 vann af Klint fyllilega hlutbundna seríu sem
sýndi trúariðkendur í bæna- eða hugleiðslustellingum: flokk nunna og
kvenkyns presta, í „Kvenlegu seríunni“, og flokk munka og karlkyns presta,
í „Karllegu seríunni“ [sjá mynd 5]. innan um öll hin óhlutbundnu verk
hennar eru þessi verk unnin á hefðbundinn hátt með léttri, hálf-impress-
jónískri aðferð og mildum litatónum, sem er hinn opinberi stíll hennar
frá því fyrr á ferlinum. Þrátt fyrir að hún snúi sér þar skyndilega aftur að
alveg hlutbundnum verkum er viðfangsefni seríunnar fyllilega í takt við
Musterismálverkin. Af Klint leit æ sterkar á sig sem prest eða hofgyðju og
þessi sería ber vott um afar persónulega andlega lífssýn hennar og e.t.v. um
glímu hennar við að skilgreina eigið hlutverk gagnvart því sem verið var
að sýna henni og biðja hana að mála. Upprunalegur stíll af Klint virðist
hafa verið henni afar mikilvægur og því gerir þessi hefðbundna úrvinnsla
seríuna einungis persónulegri. Hin nær algjörlega óhlutbundna Parsifal-
sería [sjá mynd 2] var unnin aðeins nokkrum mánuðum seinna, sem sýnir að
á þessum tímapunkti var listakonan farin að geta skipt nokkuð auðveldlega
milli þessara ólíku stíla – hugsanlega vegna þess að viðfangsefni, andleg
íhugun og persónuleg uppljómun voru nátengd, bæði hvert öðru og fyrri
verkum hennar. Frekari sönnun á þessu má finna á síðari hluta annars ára-
tugarins. Þegar af Klint fannst hún geta snúið sér aftur að því „sem hjarta
[hennar] girntist“ árið 1917 – „ytri“ formum og litum – gerði hún það hik-
laust. Í blómalýsingunum sem hún vann, en í þeim eru notuð bæði grasa-
fræðileg smáatriði og form úr dulrænni táknfræði, fléttast hefðbundin og
andleg verk hennar saman á spennandi hátt. Sem dæmi má hér nefna Fjólur
með viðmiðum (1919) [sjá mynd 3].87 Ég tel þetta vera skýrt merki um að af
Klint hafi alls ekki verið á móti skapi að hafa í upphafi þurft að halda sig
við greinar þar sem áhersla var lögð á endursköpun og að hún hafi mögu-
lega notið þess að vinna jurtalýsingar. Árið 1917 fléttaði hún þær saman
86 Tessel Bauduin, „Science, Occultism, and the Art of the Avant-Garde“, bls. 36.
87 Sjá heila minnisbók fulla af slíkum teikningum af Klint, Blumen, Moosen, í: Daniel
Birnbaum og Ann-Sofi Noring (ritstj.), The Legacy of Hilma af Klint.
teSSel M. Bauduin