Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 148
147
í upphafi tuttugustu aldar.95 Líta má á kenningar Bergsons og Freuds sem
afurð þessara hræringa, leitast var við að skýra dulrænar upplifanir með því
að staðsetja þær í dýpri eða óræðum lögum vitundarinnar eða sálarlífsins.
Í strangvísindalegri heimsmynd nýalsspekinnar er hvorki rúm fyrir
handanheima né kjallara í vitundarlífinu. Þannig hafnar nýalsspekin í senn
skýringum trúarbragðanna á dulrænum fyrirbrigðum og þeim skýringum
á draumum sem rekja þá til endurminninga eða óræðra þátta í vitundinni.
Helgi gengst m.ö.o. við tilvist þeirra dulrænu fyrirbrigða sem eru við-
fangsefni spíritisma, sálarrannsókna og sálgreiningar, en skýring hans er
jafn afdráttarlaus og hún er einföld: það sem menn sjá og skynja er sjón
og skynjun annarrar veru á öðrum hnetti í öðru sólkerfi. Þannig er rými
dulvitundarinnar og hins yfirnáttúrulega á vissan hátt varpað út í alheim-
inn og því fundinn staður á öðrum hnetti, sem í heimsmyndafræði Nýals
rúmast innan raunheimsins. Sneitt er hjá öllum flækjum sem tengjast sálar-
og vitundarlífi og um leið verður draumurinn að áreiðanlegu vísindalegu
rannsóknartæki, þótt vitaskuld beri að gæta fyllstu varkárni þegar menn
vinna úr gögnum sem er aflað með þessum hætti. Í tilviki drauma þarf vís-
indamaðurinn ekki aðeins að sýna sömu tortryggni og í öllu vísindastarfi,
heldur þarf hann að fara með enn meiri gát. Ástæðan er sú að þegar við er
að eiga skilaboð frá verum á öðrum hnöttum getur sambandið verið stop-
ult, enda hagar vitmagnið sér eins og rafmagn og er ofurselt sömu trufl-
unum: „[S]é síðan spurt hvort eg leggi trúnað á alt sem slíkar verur mæla
miðils munni, þá fer því mjög fjarri. Eg veit vel, að sá sem leitast við að
fjartala miðils munni, á við mjög alvarlega örðugleika að stríða, getur ekki
komið í gegn nema sumu af því sem honum er hugur á að segja, og því ef
til vill aldrei þannig, að það aflagist ekki eitthvað“ (278).
Þegar yfirnáttúrulegri reynslu og djúpum vitundarinnar er varpað yfir
á raunheiminn og þeim fundinn þar staður, opnast það sem kalla má þekk-
ingarfræðilegt svigrúm íhugunar eða getgátna. Í heimsmyndafræði Helga
er rúm fyrir dulræn fyrirbrigði sem ekki verða skýrð með hefðbundnu
vísindastarfi, en liggja ljós fyrir þekkingu hinna komandi, æðri vísinda.
Um leið lýkst upp rými íhugandi þekkingarframleiðslu, þegar vísindin
taka að setja fram skýringar á svæðum raunheimsins sem hingað til hafa
legið handan við mörk þess sem mælitæki og aðferðir reynsluvísindanna
ná til. Hér er gagnlegt að reyna að staðsetja skrif Helga með nákvæmari
95 Sofie Lachapelle, Investigating the Supernatural. From Spiritism and Occultism to
Psychical Research and Metpsychics in France, 1853–1931, Baltimore: Johns Hopkins
University Press, 2011, bls. 60.
„MAGNAN AF ANNARLEGU ViTi“