Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 17
16
Alfred R. Wallace var í hópi þeirra vísindamanna en hann er gjarna nefnd-
ur í sama orðinu og Darwin, af því að hann samdi eigið rit um náttúruval
sem gefið var út með riti Darwins um það efni.23 Wallace hvarf frá raun-
hyggju til spíritisma og skrifaði meðal annars bókina, Miracles and Modern
Spiritualism (Kraftaverk og spíritismi nútímans, 1875) þar sem hann gerir
grein fyrir sinnaskiptum sínum og ræðir „staðreyndir“ spíritismans.24
Þess utan skal þess getið að spíritisminn – sem á sér rætur á nítjándu
öld í þeirri mynd sem hann var iðkaður á þeirri tuttugustu – hefur verið
tengdur módernismanum sérstaklega.25 Og þegar til þess er hugsað að á
síðasta hluta nítjándu aldar og fyrsta hluta hinnar tuttugustu hneigðust
ýmsir sósíalískir rithöfundar til spíritisma, ekki síður en austrænna fræða
og guðspeki, leitar á að gerjuninni í listsköpuninni á þessum tíma fylgdi
að þræðir tengdust þvers og kruss. Ekki bara milli ólíkra höfunda og list-
greina, heldur líka milli bókmenntasviða, sem gjarna hafa verið talin and-
stæður, sósíalískra bókmennta um aldamótin 1900 og módernisma eða
framúrstefna sem voru að rísa upp, eins og ýmsir hafa bent á.26
„að stilla upp á senu“
Persónulýsingar Þórbergs eru einkar forvitnilegar þegar hugað er að fag-
urfræði og verkum hans. Honum var sem kunnugt er lagið að herma eftir
23 Sjá Alfred Russell Wallace og Charles Darwin, „On the Tendency of Species to form
Varieties; and on the Perpetuation of Varieties and Species by Natural Means of Selection“.
The Proceedings of the Linnean Society, Zoology iii, 9/1858, bls. 45–62.
24 Um Wallace og spíritisma, sjá Peter Pels, „Spirits of Modernity. Alfred Wallace,
Edward Tylor and the Visual Politics of Facts“, Magic and Modernity. Interfaces of
Revelation and Concealment, ritstj. Birgit Meyer og Peter Pels, Stanford: Stanford
University Press, 2003, bls. 241–271, hér bls. 241–242.
25 Sjá. t.d. Helen Sword, Ghostwriting Modernism, ithaca og London: Cornell Uni-
versity Press, 2002, hér einkum bls. 1 og 9. Tekið skal fram að Sword talar um
„alþýðlegan spírítisma“ (e. popular spiritualism) þar eð hún veltir meðal annars fyrir
sér mótum hins „lága“ og „háa“ og hvernig fulltrúar „hámenningar“ nýta sér þætti
úr „lágmenningu“.
26 Sjá t.d. Elizabeth C. Miller, Slow Print. Literary Radicalism and Late Victorian Print
Culture, Stanford: Stanford University Press, 2013, bls. 302; Thomas Linehan,
Modernism and British Socialism. Bók Linehans kannar beinlínis tengslin milli
módernisma og bresks sósíalisma á árunum 1880–1910 og meðal hugtaka sem
hann notar er „félagslegur módernismi“ (e. social modernism, sjá t.d. bls. 65–78).
Um Virginiu Woolf og sósíalisma, sjá Ruth Livesey, „Socialism in Bloomsbury.
Virginia Woolf and the Political Aesthetics of the 1880s“, The Yearbook of English
Studies 1/2007, bls. 126–144.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR