Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 63
62
sjón af flokkum Faivres má rekja þráð innan skáldskaparlistarinnar sem
nær frá „Zauberstab der Analogie“ eftir Novalis, um „Correspondances“
Baudelaires og til Ur-Geräusch Rilkes. Nánari útfærsla C.G. Jung á hug-
myndinni um hliðstæður með hugtakinu „samsemd“ (e. synchronicity) er
einkar mikilvæg í tilviki Høegs og Bertelsens;30 2) lifandi náttúra: Hér mætir
okkur sýn á náttúruna sem gegnsýrða af guðlegri nærveru; 3) ímyndun: Allt
frá hermetismanum var litið á ímyndunina sem sálargáfu (þ. Seelenorgan),
sem með hugsýnum sínum brúaði bilið milli hins sýnilega (efnislega) og
hins ósýnilega (yfirskilvitlega) í eins konar „milliheimi“. Ímyndunin skilur
sig frá hreinu og beinu hugarflugi í krafti þekkingarvirkni [d. erkendelses-
funktion] sinnar. Á vettvangi bókmenntanna má benda á mikilvægi hennar
hjá Shakespeare, William Blake og Goethe ásamt rómantísku skáldunum,
symbólistunum og súrrealistunum;31 4) umbreyting er hugtak sem kemur
frá gullgerðarlistinni (e. alchemy) og þýðir „umskipti“ eða „ummyndun“.
Af rannsóknum á tilraunastofum spratt „andleg gullgerðarlist“, þar sem
markmiðið var ekki að búa til efnislegt gull heldur að umbreyta óæðra eðli
manneskjunnar í eitthvað æðra, ferli sem var kallað „að fæðast í annað sinn“
eða „uppljómun“. C.G. Jung brúar einnig bilið yfir á tuttugustu öldina í
þessu tilliti, þar sem hann túlkar aðferðir gullgerðarlistarinnar í ljósi sinnar
eigin andlegu sálfræði; 5) samræmi eða philosophia perennis: Perenníalismi á
uppruna sinn í dulspeki endurreisnarinnar. Í tilraun til að skapa samfellu
í þróun andlegs kennivalds var leitað tenginga milli mismunandi trúar-
legra og heimspekilegra hefða, þar á meðal orfisma, platonisma, nýplat-
onisma og kristni.32 Oft fléttast inn í hugmyndina um philosophia perennis
30 Sjá neðanmálsgrein 62.
31 Sjá kaflann „imagination und mundus imaginalis – Rilkes Weltinnenraum“ í bók
minni Dichtung als Erfahrungsmetaphysik – Esoterische und okkultistische Modernität
bei R. M. Rilke, Würzburg: Königshausen & Neumann, 2009, hér einkum bls.
183–187.
32 Hugtakið philosophia perennis, hin eilífa heimspeki, kemur frá Agostino Steuco
(1497–1548) og var tekið upp aftur af Leibniz. Leibniz nýtir vissulega hugtakið
philosophia perennis, en hér verður að greina á milli philosophia perennis og úrvals-
stefnu (e. eclecticism) upplýsingartímans. Í bréfi til Nicolas-François Rémond frá
26. ágúst 1714 skrifar Leibniz: „Sannleikurinn ferðast víðar en við gætum haldið,
en hann er oft hulinn […]. Til að finna ummerki hans í ritum fornaldar […] þyrfti
maður að veiða gull upp úr eðjunni, demantinn úr námunni og ljós úr myrkrinu; og
það myndi í raun vera perennis quaedam Philosophia“ (hér vitnað eftir Wouter J.
Hanegraaff, „Tradition“, Dictionary of Gnosis and Western Esotericism, ritstj. Wouter
J. Hanegraaff, Leiden: Brill, 2006, bls. 1125–1135, hér bls. 1130). Hanegraaff telur
að þessi samsláttur hafi leitt til óþarfa ruglings: „Kennivald Leibniz fyrir síðari
kynslóðir var slíkt, og svo afgerandi var sagan um myrkvun hinna fornu fræða eftir
GíSli MaGnúSSon