Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 105
104
um.83 Staða satanisma sem Hins fléttast saman við mótspyrnuna gegn kaþ-
ólsku kirkjunni í Abreaktionsspiel, að því leyti að Nitsch nýtir sér satanískt
myndmál og stöðu satanisma til að skerpa á eigin andófi gegn kirkjunni.
Eftirtektarvert er að hugmyndir Zacharias um „satansdýrkendur“ sækja
einnig til annarra dulspekistrauma, því hið sataníska rennur að hans mati
saman við „svið hins díónýsíska, hinnar dimmu miklu móður og hins kyn-
ferðislega“.84 Zacharias bendlar aksjónistana ekki eingöngu við satanisma
vegna saurgunar á helgimunum og -siðum, heldur einnig vegna tengsla við
aðrar dulspekihefðir, líkt og sjá má af greiningu hans á verki Muehls, en
allt er þetta gert til að stimpla þá sem satanista í augum almennings. Með
síðari útgáfu ritsins (1970) skrifaði Zacharias fróðleg inngangsorð, þar sem
hann lýsir því yfir að mótmælahreyfingar, kynlífsbyltingin (undir áhrifum
sálgreinandans Wilhelms Reich), og hvers kyns gagnmenning séu „and-
stæða hefðbundinnar kristilegrar menningar“ og skírskoti að nokkru leyti
til minna og tilhneiginga satansdýrkunar.85 Gjörningar aksjónistanna eru
einmitt eitt af tilfellunum sem afhjúpa að „djöfladýrkun og jaðarfyrirbrigði
hennar“ eiga sér einnig stað á tuttugustu öldinni.86 Zacharias gengur
auðsjáanlega full langt í því að setja frjálst kynlíf, hverskyns gagnmenn-
ingu og dulspeki undir merki satanisma, en greinargerð hans er dæmi um
þá „orðræðu um satanisma“ sem er að finna á eftirstríðsárunum fremur en
skilning á raunverulegri hefð. Verk hans sýnir þó um leið þau flóknu tengsl
sem liggja á milli þessara sviða innan orðræðunnar. Fyrirbrigðin sem hann
vísar til spretta öll úr sömu menningu og af viðlíka þörf fyrir róttækar
breytingar á samfélaginu og sjálfinu.
Óheflað kynferði og orgone-orkuflæði
Satanískir helgisiðir og kynlífsgaldrar eru ekki einu orðræðurnar í
Abreaktionsspiel sem bera vott um ómælda krafta kynlífsins. Við lok gjörn-
ingsins má sjá hömlulaust lífsafl brjótast fram, sem einkennist ekki af þeirri
nákvæmni eða vandvirkni sem jafnan fylgir helgisiðum, heldur fremur af
83 Nútímasatanismi er alla jafna tengdur við kristni en „verður þó strangt til tekið
ekki skilinn á kristnum forsendum. Þannig er nútímasatanismi hvorki kristinn sér-
trúarflokkur, öfugsnúin kristni né kristin túlkunarfræði.“ Jesper Aagaard Petersen,
„introduction. Embracing Satan“, bls. 3.
84 Gerhard Zacharias, Satanskult und Schwarze Messe, bls. 9. Með „hinni dimmu miklu
móður“ er vísað í erkitýpur Carls Gustavs Jung.
85 Sama rit, bls. 7.
86 Sama rit, bls. 164.
SólveiG GuðMundSdóttiR