Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 183
182
leið tilkall til launþekkingar á frumspekilegum uppdrætti heims-
ins o.s.frv.9 Það verður beinlínis að túlkunarfræðilegri og tákn-
fræðilegri aðferð þekkingarframleiðslu (ars, scientia). Þannig hafa
rökfræðingar allt frá Llull til Leibniz leitað í kabbala eftir aðferð til
að öðlast altæka þekkingu (scientia universalis) með röklegri sam-
setningu tákna (characteristica universalis).10
3.5 Ýtrasta birtingarmynd þessarar bjartsýni á horfur þekkingar sem
leitast við að fanga hið algjöra er ars notoria, sem byggist á kabbala
og llullisma og gefur fyrirheit um að allsherjar þekking á heim-
inum (artes et scientiae) sé innan seilingar.11
Athugun 4. Díalektík dulspekilegrar og ekki-dulspekilegrar þekk-
ingar. Hugmyndir dulspekinnar um „æðri“, „ævaforna“, „dulda“, „algjöra“
(o.s.frv.) þekkingu tengjast með ólíkum hætti því sem á einhvern hátt telst
„opinber“, „viðurkennd“, „stöðluð“ (jafnt kirkjuleg og veraldleg, akadem-
ísk) þekking. Þessi tengsl byggjast ekki á andstæðu heldur díalektík: á
gagnvirku sambandi mótunar, örvunar, afmörkunar og höfnunar.
9 [Hokhmah er ein hinna tíu sefirota eða útstreymisleiða hins guðlega í kabbalisma.
Hugtakið, sem hefur einnig verið þýtt sem „viska“ eða „speki“, tengist vitsmunum
og innsæi og vísar til næstæðstu leiðarinnar sem hið guðlega streymir um til manns-
ins. Ars cabbalistica eða „hin kabbalíska list“ vísar til rits þýska húmanistans Johannes
Reuchlin, De arte cabbalistica (1517), en hugmyndir sínar um „kabbalísk vísindi“
setti ítalski endurreisnarheimspekingurinn Giovanni Pico della Mirandola fram í
ritinu Conclusiones (1486). Höfundarnir gegndu lykilhlutverki fyrir hefð kristinna
túlkana á kabbalisma og tengingu hans við kenningar pýþagorista.]
10 [Katalónski dulspekingurinn Ramon Llull setti hugmyndir sínar um nýja altæka
þekkingu hinnar „miklu listar“ fyrst fram með skipulegum hætti í ritinu Ars com-
pendiosa inveniendi veritatem (Stutt samantekt um listina að finna sannleikann,
1274) en útfærði þær síðar sem vísindi er næðu að umlykja vísindin almennt og
endurskilgreina ólík þekkingarsvið á borð við rökfræði, frumspeki og mælskufræði.
Hugmyndir þýska fjölfræðingsins Gottfrieds Wilhelms Leibniz (1646–1716) um
alheimstungumál fólu í sér tilraun til að móta altækt og röklegt táknkerfi, einskonar
stafróf mannlegrar hugsunar er myndi gera kleift að miðla öllum þáttum alheims-
ins og kæmi í stað notkunar á stærðfræðilegum, vísindalegum og frumspekilegum
hugtökum.]
11 [Ars notoria tengist þeirri galdralist sem kennd hefur verið við Salómon og gegndi
mikilvægu hlutverki í kenningum um galdra og goðkynngi eða teúrgíu á miðöldum
og á endurreisnartímanum. Lllullismi vísar til dulspekikenninga sem byggðust
á skrifum Llulls, þar sem leitast var við að ná tökum í senn á hinu jarðneska og
himneska sviði og finna þannig lykil að skilningi á alheiminum.]
andReaS B. KilcHeR