Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 240
239
félagar fremur að túlka glærurnar sem þeir hafa í höndunum sem
svo að Bjarni hafi í kennslustundinni með öllu talið þá óalandi og
óferjandi. Engu skiptir þótt lýsing Eggerts á kennslu Bjarna sé stað-
fest í vitnisburði allra nemendanna sem skrifuðu greinargerðir um
reynslu sína af námskeiðinu...
Eftir að hafa lýst atburðarásinni frekar og hversu óbilgjarnir Vantrúarfélagar
höfðu verið frammi fyrir gögnum sem bentu til að þeir hefðu rangt fyrir
sér, bætir hann við til áréttingar: „Allir virðast nú vera búnir að gleyma lýs-
ingu Eggerts Sólbergs á kennslustundinni umtöluðu...“.43
Ef þetta er rétt sýnir það sannarlega Vantrúarfélaga í býsna slæmu ljósi.
Samtal Eggerts og Óla er hins vegar ekki öllum opinbert og er að finna á
lokaða spjallþræðinum á innra spjallborði Vantrúar. Orð þau sem Guðni
vitnar í voru að vísu látin falla, en Eggert sagði ansi mikið fleira sem renn-
ir einmitt stoðum undir túlkun Vantrúarfólks – orð sem Guðni sér ekki
ástæðu til að bera á borð fyrir lesandann sem sjálfur getur ekki sannreynt
að túlkun Guðna sé sú rétta, enda handvelur Guðni þær tilvitnanir í Eggert
sem renna stoðum undir hans túlkun. Til dæmis segir Eggert við Óla að
Bjarni hefði viðurkennt að „bara hafa lesið síðuna hans Matta og séð hvaða
hugtök hann notaði yfir nafngreinda einstaklinga... auli, aumingi, hálfviti
o.s.frv.“ Eggert bætir svo við: „Í raun var þetta bara listi með orðum“.44
Þessi síðustu orð Eggerts eru einkar mikilvæg. Þau renna stoðum undir
þá fullyrðingu mína að listinn umdeildi, sem ég fjallaði um hér að ofan,
hafi takmarkað „fræðilegt gildi“, þvert ofan í langlokur Guðna um hið
gagnstæða, því ef kennsla Bjarna hefði falið í sér mikla fræðilega umfjöllun
og svo framvegis, eins og Guðni heldur fram, þá er ansi ólíklegt að Eggert
hefði sagt að glæran sjálf hefði í raun bara verið „listi af orðum“, eins og
andstæðingar Guðna, þar með talið ég, hafa alltaf sagt. Glæra sem er hluti
af ítarlegri fræðilegri umræðu er eðli málsins samkvæmt aldrei „bara listi
af orðum“.
Þetta er þó auðvitað engin fullnaðarsönnun í málinu og gæti auðvitað
vel verið að Eggert hafi rangt fyrir sér um þetta, en hvort heldur sem er,
sýnir það að Guðni skirrist ekki við að sleppa atriðum sem skipta máli í
43 Sama rit, bls. 150.
44 Ummæli Eggerts má finna í þræðinum „Söguskoðun Bjarna Randvers“ sem er á
lokuðu spjallborði Vantrúar og Guðni hefur undir höndum. Eins og kom fram að
ofan er hlekkur sá sem Guðni vitnar í ekki lengur virkur. Hér hef ég lagað óform-
lega stafsetningu og greinarmerkjasetningu Eggerts. Merkingin er eftir sem áður
óbreytt.
AF AðFERð CHOMSKYS OG ViNNUBRÖGðUM GUðNA ELÍSSONAR