Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 15
14
annarsvegar og heiðna hinsvegar.19 Klemens fordæmir nokkur einkenni
þessarar framsetningar sérstaklega: Efnistökin sjálf, það hvernig efnið er
ekki á neinn hátt hulið, hvernig það birtist bæði í einka- og almannarými
og hvernig það var ekki talið mynda sérstakan og siðlausan flokk: Það var
fyrir Klemensi ámælisvert að Grikkir skyldu ekki sjá mun á því að mála upp
mynd af hetjudáðum Heraklesar og kynlífsstellingum úr bók Fílænisar frá
Samos – sem ég mun fjalla um síðar.20 Hér er grunnurinn lagður að for-
dæmdum sérflokki kynferðislegrar framsetningar, flokki sem er forsenda
fyrir og líkist um margt nútímahugmyndinni um klám.
Þegar Klemens setti fram sína skoðun voru kristnir minnihlutahópur
innan rómverska heimsveldisins (sem flestir Grikkir tilheyrðu). En eins
og þekkt er óx áhrifavald kristninnar á undraverðum hraða á næstu öldum
þar til hún varð rómversk ríkistrú og tókst úr þeirri valdastöðu að útrýma
hinni fornu framsetningarhefð á kynlífi. Ný siðferðisleg áhersla varð til
hvað varðar kynlíf þar sem ekki var einblínt á hóf og sjálfstjórn heldur á
gjörðina sjálfa og guðfræðilegt samhengi hennar – hvort hún var innan
hjónabands, hvors kyns gerendur væru og hvort þeir hefðu valið sjálfir
að taka þátt í henni.21 Eina réttmæta kynlífið var nú kynlíf eiginmanns og
eiginkonu og var slíkt kynlíf ekki ætlað til framsetningar; hverskyns fram-
setning á kynlífi varð þannig í sjálfu sér syndsamleg.22
Með þróun þessarar kristnu hugmyndafræði var fyrsta skrefið stigið
í átt að tilurð kláms, þar sem framsetning kynlífs er sett í siðferðislega
19 Hér verður þó að hafa í huga að ekkert grískt orð samsvarar orðinu „heiðinn“;
Klemens notar orðið Hellên („Grikki“) yfir þá sem trúa á grísku guðina, þótt
Klemens sjálfur hefði grísku að móðurmáli (og ólst sjálfur upp við að trúa á grísku
guðina). Það var aðeins síðla á 4. öld sem latneska orðið paganus ( „sveitamaður“)
fór að verða notað yfir þá sem trúðu á grísku og rómversku guðina; þá voru þeir að
verða að minnihlutahópi innan rómverska heimsveldisins. Sjá isabella Sandwell,
„Paganism, Greece and Rome“, The Encyclopedia of Ancient History, ritstj. Roger S.
Bagnall o.fl., Chichester: Wiley-Blackwell, 2013, bls. 4979–4980.
20 Samtímamaður Klemensar, sýrlenski kristni höfundurinn Tatíanos, kom inn á
svipaðar slóðir í eigin varnarræðu fyrir kristni, Ræðunni til Grikkja: „Ykkur [Grikkj-
um] væri hollast … að leita eftir því sem er raunverulega aðkallandi, og smána ekki
lifnaðarhætti okkar [hinna kristnu] á meðan þið eltið uppi hinar ósegjanlegu upp-
finningar Fílænisar og Elefantisar!“ (Tat. Orat. ad Gr. 34.3). Um Elefantis verður
fjallað síðar í greininni.
21 Kristið siðferði leit niður á vændi og kynlíf með þrælum þar sem vændiskarlar og
-konur og þrælar höfðu ekki frelsi til að hafna kynlífinu; frjáls vilji var mikilvægari
kristnum en heiðnum, þar sem það var aðeins hann sem gerði Guði kleift að dæma
menn fyrir gjörðir sínar. Sjá Kyle Harper, From Shame to Sin, bls. 117–133.
22 Um þessa afar flóknu þróun, sjá Kyle Harper, From Shame to Sin, bls. 1–190.
ÞORSTEiNN viLHJÁLMSSON