Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 40

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 40
39 Sú hegðun sem lýst er í ofangreindum sjö atriðum á lista Nussbaum gæti við fyrstu sýn virst siðferðilega röng í alla staði. Ekki er þó allt sem sýnist í þeim efnum því hlutir eru af ýmsum toga, sumir eru dýrmætir en aðrir síður og framkoma manna gagnvart þeim því mismunandi. Ef við hugleið- um málið, segir Nussbaum, sjáum við að það er ekkert sjálfgefið að illa sé farið með hlut bara af því að hann er hlutur. Þvert á móti er það augljóst í hennar huga að margir hlutir eru mikils metnir og njóta tilhlýðilegrar virðingar. Að ganga út frá því að framkoma manna gagnvart hlutum ein- kennist sjálfkrafa af óvirðingu sé einfaldlega rangt. Að koma fram gagnvart manneskju eins og hlut getur því haft margskonar merkingu. Sú merking er algerlega háð samhenginu.19 Annað sem Nussbaum ræðir í þessu samhengi er hvert dæmanna sjö um hlutgervingu sé alvarlegast í siðferðilegu samhengi. Hún staðnæmist við tvö þau fyrstu: sjálfsákvörðunarréttinn og það að geta lifað samkvæmt eigin markmiðum en Kant lagði mesta áherslu á þetta tvennt .20 Hvað sem því líður telur Nussbaum þó ekki verða framhjá því litið að sjálfráða fólk geti valið að taka þátt í allskyns atferli og því látið margvíslega hegðun yfir sig ganga, án þess að fórna sjálfræði og hugmyndum um markmið sín í lífinu. Hér skipti samhengið öllu máli og dæmi um það gæti verið þegar einstaklingar sem upplifa BDSM sem hluta af kynverund sinni taka þátt í atferli sem utan frá getur virst niðurlægjandi og hlutgerandi en er í BDSM samhengi samþykkt af öllum þátttakendum.21 Áður en farið er nánar út í ályktanir Nussbaum vil ég gera grein fyrir hugmyndum Kants um hlut- gervingu í kynlífi þar sem Nussbaum og fleiri femínistar hafa kenningar og lögmál hans til viðmiðunar í umræðu um efnið. Kynferðisleg hlutgerving í túlkun Immanúels Kants Kant heldur því fram að það sé ekki siðferðilegt vandamál að maðurinn láti nota sig sem tæki, t.d. með því að lána hendur sínar, fætur og jafnvel allan kraft sinn til einhvers verks, svo lengi sem hann samþykki þá notkun.22 19 Martha C. Nussbaum, „Objectification“, bls. 219–220. 20 Sama heimild, bls. 222–223. (e. instrumentality og e. denial of autonomy). Þessi atriði, bendir hún á, voru mikilvæg í skrifum Karls Marx um hlutgervingu. 21 BDSM skammstöfunin stendur fyrir „bondage & discipline“, „domination & sub mission, og „sadism & masochism“ og er lýsing á samþykktu, kynferðislegu atferli milli einstaklinga í ákveðnum hópum. Hér verður ekki farið nánar út í hug- myndafræði BDSM. 22 immanuel Kant, Lectures on Ethics, þýðing Louis infield úr þýsku, indianapolis: HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.