Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 40
39
Sú hegðun sem lýst er í ofangreindum sjö atriðum á lista Nussbaum gæti
við fyrstu sýn virst siðferðilega röng í alla staði. Ekki er þó allt sem sýnist
í þeim efnum því hlutir eru af ýmsum toga, sumir eru dýrmætir en aðrir
síður og framkoma manna gagnvart þeim því mismunandi. Ef við hugleið-
um málið, segir Nussbaum, sjáum við að það er ekkert sjálfgefið að illa sé
farið með hlut bara af því að hann er hlutur. Þvert á móti er það augljóst
í hennar huga að margir hlutir eru mikils metnir og njóta tilhlýðilegrar
virðingar. Að ganga út frá því að framkoma manna gagnvart hlutum ein-
kennist sjálfkrafa af óvirðingu sé einfaldlega rangt. Að koma fram gagnvart
manneskju eins og hlut getur því haft margskonar merkingu. Sú merking
er algerlega háð samhenginu.19
Annað sem Nussbaum ræðir í þessu samhengi er hvert dæmanna sjö
um hlutgervingu sé alvarlegast í siðferðilegu samhengi. Hún staðnæmist
við tvö þau fyrstu: sjálfsákvörðunarréttinn og það að geta lifað samkvæmt
eigin markmiðum en Kant lagði mesta áherslu á þetta tvennt .20 Hvað sem
því líður telur Nussbaum þó ekki verða framhjá því litið að sjálfráða fólk
geti valið að taka þátt í allskyns atferli og því látið margvíslega hegðun
yfir sig ganga, án þess að fórna sjálfræði og hugmyndum um markmið sín
í lífinu. Hér skipti samhengið öllu máli og dæmi um það gæti verið þegar
einstaklingar sem upplifa BDSM sem hluta af kynverund sinni taka þátt í
atferli sem utan frá getur virst niðurlægjandi og hlutgerandi en er í BDSM
samhengi samþykkt af öllum þátttakendum.21 Áður en farið er nánar út í
ályktanir Nussbaum vil ég gera grein fyrir hugmyndum Kants um hlut-
gervingu í kynlífi þar sem Nussbaum og fleiri femínistar hafa kenningar og
lögmál hans til viðmiðunar í umræðu um efnið.
Kynferðisleg hlutgerving í túlkun Immanúels Kants
Kant heldur því fram að það sé ekki siðferðilegt vandamál að maðurinn láti
nota sig sem tæki, t.d. með því að lána hendur sínar, fætur og jafnvel allan
kraft sinn til einhvers verks, svo lengi sem hann samþykki þá notkun.22
19 Martha C. Nussbaum, „Objectification“, bls. 219–220.
20 Sama heimild, bls. 222–223. (e. instrumentality og e. denial of autonomy). Þessi atriði,
bendir hún á, voru mikilvæg í skrifum Karls Marx um hlutgervingu.
21 BDSM skammstöfunin stendur fyrir „bondage & discipline“, „domination &
sub mission, og „sadism & masochism“ og er lýsing á samþykktu, kynferðislegu
atferli milli einstaklinga í ákveðnum hópum. Hér verður ekki farið nánar út í hug-
myndafræði BDSM.
22 immanuel Kant, Lectures on Ethics, þýðing Louis infield úr þýsku, indianapolis:
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM