Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 42
41
Það sem er vanvirt í kynlífi er persóna manneskjunnar sem dregin er niður
á plan dýranna. Einstaklingar sem stunda kynlíf nota eðlislæga kynhvöt
sína sem verkfæri til að fullnægja kynferðislegum löngunum sínum og
þrám samtímis sem þeir misnota mannlega reisn. Í ástarbrímanum hirða
þeir ekki um að virða sjálfræði manneskjunnar og markmið lífs hennar.
Þessa klemmu er Kant mjög annt um að leysa og varpar fram eftirfar-
andi skoðun: „það hljóta að vera til þær kringumstæður þar sem hægt er
nota kynfærin og samtímis haga sér siðferðilega rétt. Það hlýtur að vera
grundvöllur fyrir því að setja frelsi kennda okkar skorður og laga þær að
siðferðinu“.26 Það verkefni leysir Kant að sínum hætti og kemst að því að
hjónabandið sé þess megnugt að tryggja mannlega reisn einstaklinga sem
eigi í kynferðislegum tengslum. við það að skilgreina karl og konu í kyn-
ferðislegum tengslum sem löggiltan eiginmann og eiginkonu opnast að
hans mati sá möguleiki að makarnir leyfi hvort öðru gagnkvæma „notkun“
á líkama sínum. Hugsjón hans er sú að makar gefist hvor öðrum fullkom-
lega á vald í hjónabandinu. Ekki aðeins eiga þeir eigin líkama og ráða yfir
honum heldur öðlast þeir rétt yfir líkama hvors annars, að kynfærunum
meðtöldum. „Hjónabandið er samkomulag tveggja einstaklinga þar sem
þeir veita hvor öðrum gagnkvæm réttindi sem felast í að gefa sig algjörlega
á vald hinum aðilanum, með fullum ráðstöfunarrétti“, samkvæmt Kant.27
Niðurstaða hans varðandi vandamál kynferðislegrar hlutgervingar er því
sú að hún sé alltaf og alls staðar siðferðilegt vandamál nema innan ramma
hjónabandsins. Gagnkvæmt samþykki maka sem leyfir afnot af líkama
hvors annars til kynferðislegrar ánægju aftengir hlutgervingu og kynlíf.
Hjónabandið er fullkomin vörn gegn kynferðislegri hlutgervingu.
Siðferðileg túlkun Kants á vandamáli kynferðislegrar hlutgervingar
snýst um að forðast vanvirðingu í garð mannlegrar reisnar persónunnar
og réttlæta að til séu ásættanlegar kringumstæður þar sem megi stunda
kynlíf, vegna nauðsynjar barneigna. Þær kringumstæður eru að hans mati
aðeins fyrir hendi í hjónabandinu. Samkomulag hjóna um gagnkvæma
notkun á líkama hvort annars leyfir slíka notkun líkamshlutanna og tryggir
it brings to the body or to the commonwealth, and they believe that, except for the
harm it does, there would be nothing contemptible in such conduct in itself“.
26 immanuel Kant, Lectures on Ethics, bls. 165.
27 Sama heimild, bls. 167. „Matrimony is an agreement between two persons by
which they grant each other equal reciprocal rights, each of them undertaking to
surrender the whole of their person to the other with a complete right of disposal
over it.“
HLUTGERviNG, KYNLÍF OG KLÁM