Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 49
48
leggja til er öfgakennd afstaða sem er ekki til þess fallin að draga úr ofbeldi
gegn konum. Til þess þarf mun róttækari aðgerðir en bann á klámi mun
hins vegar stuðla að því að viðhalda brennimerkingu þeirra kvenna sem
starfa í klámiðnaðinum og því koma verst niður á þeim sem standa höllum
fæti fyrir. Bann vinnur gegn því sem margir femínistar eru sammála um,
nefnilega að aðstoða þá einstaklinga sem það vilja til að losna út úr klám-
iðnaðinum.54
Hluti gagnrýni Rubin og vance á túlkun MacKinnons á klámi og kyn-
ferðislegri hlutgervingu endurómar í nýlegum orðum lagaprófessorsins
Katherine M. Franke sem telur að skoðun MacKinnons hafi þau áhrif að
konur fái þá hugmynd í kollinn að kynlíf almennt talað veiki þær frem-
ur en styrki. Grundvöll slíkra skoðana finnur hún einmitt í hugmynd-
unum um hlutgervingu kynlífs.55 Of algengt er nú um stundir að litið sé
á allt athæfi sem tengist kynlífi sem sérlega alvarlegt, hættulegt, kúgandi
og niðurlægjandi fyrir konur, segir Franke, og útskýrir með eftirfarandi
dæmi: „Árás er slæm en nauðgun er miklu verri. Áreitni á vinnustað er
slæm en kynferðisleg áreitni miklu verri. Tilfinningaleg svik eru slæm en
framhjáhald miklu verra. Mansal er slæmt en vændi og kynlífsþjónusta
miklu verri“.56 Það sem Franke leitast við að tjá hér rímar við inntak þess
sem Rubin setti fram í grein frá 1984 þar sem hún velti fyrir sér af hverju
flest hegðun sem tengja mætti hinu kynferðislega sviði væri litin alvarlegri
augum en sú hegðun sem ekki tengdist því.57 Svar hennar er að mikilvægra
skýringa sé að leita í samspili menningar og trúarbragða sem skilgreindi
kynlíf sem varhugavert athæfi.58 Undir það sjónarmið er tekið hér. Um
aldir hefur kristin, vestræn menning miðlað sterkum, neikvæðum skoð-
unum um háska kynhvatarinnar fái hún að herja óbeisluð. Sterk áhersla
hefur verið lögð á greinarmuninn milli eðlilegs og óeðlilegs kynlífs og
54 Rubin vitnar í klámorðræðu síns tíma þar sem talað er ýmist um klám „at the
center“ eða „at the core“ í kúgun kvenna, sjá „Misguided, Dangerous, and Wrong“,
bls. 269. Þá vitnar hún í Dworkin sem skrifar: „At the heart of the female condition
is pornography: it is the ideology that is the source of all the rest; it truly defines
what women are in this system …“ í bókinni Right-Wing Women, New York:
G.P.Putnam’s Sons, 1978, bls. 223.
55 Katherine M. Franke, Columbia Law Review, 1/2001, bls. 181–208, hér bls. 182–
198.
56 Sama heimild, bls. 199.
57 Gayle S. Rubin, „Thinking Sex“.
58 Rubin benti m.a. á neikvæða afstöðu Páls postula og Ágústínusar kirkjuföður
gagnvart kynlífi. Saman hefðu þeir lagt grunn að siðferðilegum og kynferðislegum
taumhaldsramma sem legið hafi til grundvallar vestrænni, kristinni menningu.
SÓLvEiG ANNA BÓASDÓTTiR