Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 63

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 63
62 Mark heldur því þannig fram að það að streitast ekki gegn honum sam- svari því að sýna samþykki, en það er vafasöm röksemdafærsla. Séu slík rök t.d. færð upp á fórnarlamb sem ógnað er á einhvern hátt eða beitt valdníðslu svo að það þorir eða getur ekki streist á móti væri auðvelt að réttlæta margar aðrar tegundir ofbeldis og kúgunar á svipuðum nótum (s.s. heimilisofbeldi eða þrælahald). Jeffrey Masson, höfundur fjölda bóka um samband manna og dýra, ræðst harkalega gegn öllum röksemdafærslum dýrhneigðra í Animal Passions með því að benda á grundvallarvandamál í forsendunni sem þau gefa sér: kynlífið beinist alltaf gegn húsdýrum. Það í sjálfu sér afvegaleiðir alla umræðuna, vegna þess að sambandið á milli „elskendanna“ er þegar gildishlaðið og fellt inn í árþúsundagamalt stigveldi sem byggir á stjórnun og þjónustu. „Skilgreiningin á húsdýrum er sú að þau eru undir stjórn okkar,“ útskýrir Masson, „þannig að vandamálið sem ég upplifi varðandi dýrahneigðina er að þetta er algjör einstefna. Dýrið er ekki að velja sér kyn- lífssamband með mannfólki, heldur erum við að þröngva sambandinu upp á dýrið.“14 Mögulega fær Pixel einhverja nautn út úr því að sofa hjá Mark – eitthvað annað en húsaskjól, öryggi, hlýju og mat – en undirgefni og hlut- gerving eru óaðskiljanlegir þættir hlutverksins. Það sama á við um Lori og Baby Golden. Líklega fær hundurinn eitthvað út úr líkamlegu atlotunum, en það er gert á forsendum þjónustudýrsins, ekki dýrsins sem sjálfstæðrar kynveru. Ég vil þó ekki gera lítið úr því að umrædd dýr geti notið kynlífs almennt – jafnvel kynlífs með mannfólki – því það væri mennskur hroki að neita þeim um það. Til eru fjölmörg dæmi sem sýna að dýr geta notið kyn- lífs á sinn dýrslega hátt, meira að segja án þess að hafa æxlun að leiðarljósi, allt frá bonobo-öpunum sem gera það daginn út og inn til leðurblakna sem framlengja ástaratlotin með munnmökum.15 En það er líka mennskur hroki að áætla að dýr upplifi kynlíf á sama hátt og við.16 not defenseless. The friends of mine with dogs ... you ever tried to do something to a dog the dog really didn’t like? At least a dog who has all its teeth?“ Animal Passions. 14 „The very definition of a domestic species is that they are under our control. So my problem with zoophilia is that it’s a one-way street. it is not the animal who is choosing to have a sexual relationship with us, it is we who are imposing the sexual relationship on the animal,“ Animal Passions. 15 Frans de Waal, „Fellating Female Fruit Bats“, Huffpost Healthy Living. The Blog, 11. nóvember 2011, sótt 22. apríl 2016 af http://www.huffingtonpost.com/frans- de-waal/fellating-female-fruit-ba_b_343129.html. 16 Ólík dýr stunda kynlíf á sinn hátt innan sinnar tegundar, á milli líkama þar sem er GunnAR ThEodóR EGGERTSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.