Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 63
62
Mark heldur því þannig fram að það að streitast ekki gegn honum sam-
svari því að sýna samþykki, en það er vafasöm röksemdafærsla. Séu slík
rök t.d. færð upp á fórnarlamb sem ógnað er á einhvern hátt eða beitt
valdníðslu svo að það þorir eða getur ekki streist á móti væri auðvelt að
réttlæta margar aðrar tegundir ofbeldis og kúgunar á svipuðum nótum (s.s.
heimilisofbeldi eða þrælahald).
Jeffrey Masson, höfundur fjölda bóka um samband manna og dýra,
ræðst harkalega gegn öllum röksemdafærslum dýrhneigðra í Animal
Passions með því að benda á grundvallarvandamál í forsendunni sem þau
gefa sér: kynlífið beinist alltaf gegn húsdýrum. Það í sjálfu sér afvegaleiðir
alla umræðuna, vegna þess að sambandið á milli „elskendanna“ er þegar
gildishlaðið og fellt inn í árþúsundagamalt stigveldi sem byggir á stjórnun
og þjónustu. „Skilgreiningin á húsdýrum er sú að þau eru undir stjórn
okkar,“ útskýrir Masson, „þannig að vandamálið sem ég upplifi varðandi
dýrahneigðina er að þetta er algjör einstefna. Dýrið er ekki að velja sér kyn-
lífssamband með mannfólki, heldur erum við að þröngva sambandinu upp
á dýrið.“14 Mögulega fær Pixel einhverja nautn út úr því að sofa hjá Mark –
eitthvað annað en húsaskjól, öryggi, hlýju og mat – en undirgefni og hlut-
gerving eru óaðskiljanlegir þættir hlutverksins. Það sama á við um Lori og
Baby Golden. Líklega fær hundurinn eitthvað út úr líkamlegu atlotunum,
en það er gert á forsendum þjónustudýrsins, ekki dýrsins sem sjálfstæðrar
kynveru. Ég vil þó ekki gera lítið úr því að umrædd dýr geti notið kynlífs
almennt – jafnvel kynlífs með mannfólki – því það væri mennskur hroki að
neita þeim um það. Til eru fjölmörg dæmi sem sýna að dýr geta notið kyn-
lífs á sinn dýrslega hátt, meira að segja án þess að hafa æxlun að leiðarljósi,
allt frá bonobo-öpunum sem gera það daginn út og inn til leðurblakna
sem framlengja ástaratlotin með munnmökum.15 En það er líka mennskur
hroki að áætla að dýr upplifi kynlíf á sama hátt og við.16
not defenseless. The friends of mine with dogs ... you ever tried to do something
to a dog the dog really didn’t like? At least a dog who has all its teeth?“ Animal
Passions.
14 „The very definition of a domestic species is that they are under our control. So
my problem with zoophilia is that it’s a one-way street. it is not the animal who is
choosing to have a sexual relationship with us, it is we who are imposing the sexual
relationship on the animal,“ Animal Passions.
15 Frans de Waal, „Fellating Female Fruit Bats“, Huffpost Healthy Living. The Blog,
11. nóvember 2011, sótt 22. apríl 2016 af http://www.huffingtonpost.com/frans-
de-waal/fellating-female-fruit-ba_b_343129.html.
16 Ólík dýr stunda kynlíf á sinn hátt innan sinnar tegundar, á milli líkama þar sem er
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon