Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 75
74
ferð og réttindi dýra. Í raun má færa rök fyrir því að loðklámið eigi meira
skylt við listasöguna, ummyndanir og kynblendinga fornaldarævintýr-
anna, og sé á sinn hátt áframhald á fantasíunni um skyldleika manna og
dýra – nokkurs konar nútímaútgáfa af sænsku steinristunni úr bók Midasar
Dekkers.
Einnig eru til svipaðar klámsíður þar sem fólk er raunverulega í dýra-
búningum og byggja því á ljósmyndum og myndböndum, en ekki teikning-
um. Sá armur dýraklámsins virðist þó ekki beinlínis tengjast loðboltunum,
heldur gengur undir heitinu „gæludýrablæti“ (e. pet play fetish) og tengist
þannig frekar BDSM-áhuga heldur en beinlínis dýrakynlífi. Fólk klæðist
upp í búningum sem minna á dýr og verður undirgefið öðrum aðila, sem
gengur inn í hlutverk eigandans. Blætið spilar beinlínis á stjórnunarsam-
bandið á milli mannsins og húsdýrsins og fagnar því, á sinn sérstaka hátt.
Sá búningsklæddi er þannig settur í fjötra, í ól, eða í búr, og er notaður
af hinum valdameiri sem hlutgerð kynlífsvera. Ein vefsíða lýsir tilhneig-
ingunni svo: „Sá sem er í stjórnunarhlutverkinu, eigandinn, nýtur þess að
„eiga“ gæludýrið og þjálfa það, en það veitir hinum undirgefna nautn þess
að fá fantasíur sínar uppfylltar og komast í annan heim.“41 Búningarnir
geta verið allt frá því að þekja líkamann yfir í að gefa lítillátlega til kynna
aðra dýrategund (t.d. með eyrum eða hálsól), en aðaláherslan er á samband
yfirboðara við þræl sinn. Þannig má segja að gæludýrablætið sé afar hrein-
skilin útgáfa af hinu ójafna sambandi manns og húsdýrs sem dýrhneigðir
neita að viðurkenna, vegna þess að það ýkir þetta samband, í stað þess að
hylma yfir það. Frá sjónarmiði dýrasiðfræðinnar er erfitt að finna nokkuð
að því að fólk fari í búning og leiki dýr og að vissu leyti má færa rök fyrir
því að lofa beri slíkt klám fyrir að draga þetta dulda valdaspil „eignar“ og
„eiganda“ fram í dagsljósið.
Lokaorð
Ljóst er að dýraklám og kynlíf er bæði fjölbreytilegt og flókið mál og
umræðan stutt á veg komin, enda enn heilmikið tabú að ræða kynlíf milli
tegunda á hreinskilinn og opinskáan hátt. vonandi mun grein sem þessi
hafa einhver áhrif á að opna þá umræðu og færa hana í samhengi við víð-
41 „The dominant role, the owner, derives pleasure from ‘owning’ the pet and training
it, giving the submissive the pleasure of having his/her’s fantasy facilitated into the
transformed state of mind.“ „What is Pet Play?“, Pet-Play.tumblr.com, sótt 10.
mars 2016 http://pet-play.tumblr.com/about.
GunnAR ThEodóR EGGERTSSon