Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 76

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 76
75 ara samtal um notkun á dýrum sem á sér stað nú um stundir í samfélaginu. Þegar um er að ræða samband mannfólks við húsdýr – sama hvort hús- dýrið er alidýr, gæludýr eða kynlífsviðfang – er ákveðið stigveldi alltaf til staðar, hversu góðviljað sem mannfólkið kann að vera. Hlutgervingin sem á sér stað á milli dýrhneigðra og húsdýra verður augljós þegar sambandið færist inn í gróðakerfi klámframleiðslunnar og ekki síður dýravændishúsa á borð við þau sem hafa sprottið upp í Þýskalandi nýverið og má eflaust finna víðar.42 Kannski er skárra að vera dýr sem gerir það með mannfólki heldur en dýr sem lendir í sláturhúsinu, en dýrið væri í alla staði betur sett frjálst og með sínu eigin klani. Ævintýrin eru full af kynlífi á milli mann- fólks og villtra dýra og færa má rök fyrir því að þar sé ákveðið jafnrétti eða samþykki til staðar, en á meðan holdlegt samræði dýrhneigðra við aðrar tegundir snýst alfarið um húsdýrin er erfitt að líta á ástaratlotin öðrum augum en að þar sé þræll að þjónusta húsbónda sinn. Singer minnir okkur á að samræði með dýri þurfi ekki að vera svo slæmt, hugmyndafræðilega séð, en að sama skapi minnir Masson okkur á að líkamlega séð er það líklega alltaf á kostnað dýrsins. Kannski á dýrakyn- líf einfaldlega ekki heima í raunheimum. Það er frekar efni fyrir goðsögur og ummyndanir, vegna þess að í fantasíunni er ekkert að því að sjá fyrir sér samlífi manns og dýrs. Ævintýrið getur auk þess þjónað mikilvægu hlutverki og minnt okkur á dýrafræðilegan skyldleika okkar við aðrar teg- undir; að við erum hluti af flóknu lífkerfi náttúrunnar en ekki einstakar verur með sérréttindi sem standa utan við umhverfið. Frá sjónarmiði fant- asíunnar er það helst loðklámið sem fangar þessa tilfinningu um skyldleika og jafnan grundvöll á milli tegunda, svo fremi sem það heldur sig innan óranna og nær aldrei að teygja sig yfir í raunverulegan líkama dýrsins. vera má að slíkt klám endurspegli hefðbundin valdahlutföll kynjanna, viðfangs og áhorfanda, eins og það birtist í gagnkynhneigðu meginstraumsklámi mannfólks á milli, og er það efni í nánari rannsóknir – en hvað varðar hin raunverulegu dýr sem finna má á dýraklámsíðunum sker loðklámið sig úr. Ákallið um samþykki dýrsins er þar óþarft og samspil valdníðslu og undir- gefni er því óviðkomandi. Tilhugsunin ein og sér um kynlíf með öðrum dýrum er ekki móðgun við okkur mannfólkið. Slík viðbrögð eru leifar af 42 Matt Blake, „Bestiality brothels are „spreading through Germany“ warns campa- igner as abusers turn to sex with animals as „lifestyle choice““, MailOnline, 01. júlí 2013, sótt 10. mars 2016 af http://www.dailymail.co.uk/news/article-2352779/ Bestiality-brothels-spreading-Germany-campaigner-claims-abusers-sex-animals- lifestyle-choice.html. DýRSLEGAR NAUTNiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.