Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 76
75
ara samtal um notkun á dýrum sem á sér stað nú um stundir í samfélaginu.
Þegar um er að ræða samband mannfólks við húsdýr – sama hvort hús-
dýrið er alidýr, gæludýr eða kynlífsviðfang – er ákveðið stigveldi alltaf til
staðar, hversu góðviljað sem mannfólkið kann að vera. Hlutgervingin sem
á sér stað á milli dýrhneigðra og húsdýra verður augljós þegar sambandið
færist inn í gróðakerfi klámframleiðslunnar og ekki síður dýravændishúsa
á borð við þau sem hafa sprottið upp í Þýskalandi nýverið og má eflaust
finna víðar.42 Kannski er skárra að vera dýr sem gerir það með mannfólki
heldur en dýr sem lendir í sláturhúsinu, en dýrið væri í alla staði betur sett
frjálst og með sínu eigin klani. Ævintýrin eru full af kynlífi á milli mann-
fólks og villtra dýra og færa má rök fyrir því að þar sé ákveðið jafnrétti eða
samþykki til staðar, en á meðan holdlegt samræði dýrhneigðra við aðrar
tegundir snýst alfarið um húsdýrin er erfitt að líta á ástaratlotin öðrum
augum en að þar sé þræll að þjónusta húsbónda sinn.
Singer minnir okkur á að samræði með dýri þurfi ekki að vera svo
slæmt, hugmyndafræðilega séð, en að sama skapi minnir Masson okkur á
að líkamlega séð er það líklega alltaf á kostnað dýrsins. Kannski á dýrakyn-
líf einfaldlega ekki heima í raunheimum. Það er frekar efni fyrir goðsögur
og ummyndanir, vegna þess að í fantasíunni er ekkert að því að sjá fyrir
sér samlífi manns og dýrs. Ævintýrið getur auk þess þjónað mikilvægu
hlutverki og minnt okkur á dýrafræðilegan skyldleika okkar við aðrar teg-
undir; að við erum hluti af flóknu lífkerfi náttúrunnar en ekki einstakar
verur með sérréttindi sem standa utan við umhverfið. Frá sjónarmiði fant-
asíunnar er það helst loðklámið sem fangar þessa tilfinningu um skyldleika
og jafnan grundvöll á milli tegunda, svo fremi sem það heldur sig innan
óranna og nær aldrei að teygja sig yfir í raunverulegan líkama dýrsins. vera
má að slíkt klám endurspegli hefðbundin valdahlutföll kynjanna, viðfangs
og áhorfanda, eins og það birtist í gagnkynhneigðu meginstraumsklámi
mannfólks á milli, og er það efni í nánari rannsóknir – en hvað varðar hin
raunverulegu dýr sem finna má á dýraklámsíðunum sker loðklámið sig úr.
Ákallið um samþykki dýrsins er þar óþarft og samspil valdníðslu og undir-
gefni er því óviðkomandi. Tilhugsunin ein og sér um kynlíf með öðrum
dýrum er ekki móðgun við okkur mannfólkið. Slík viðbrögð eru leifar af
42 Matt Blake, „Bestiality brothels are „spreading through Germany“ warns campa-
igner as abusers turn to sex with animals as „lifestyle choice““, MailOnline, 01.
júlí 2013, sótt 10. mars 2016 af http://www.dailymail.co.uk/news/article-2352779/
Bestiality-brothels-spreading-Germany-campaigner-claims-abusers-sex-animals-
lifestyle-choice.html.
DýRSLEGAR NAUTNiR