Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 81
80
að kaþólsk þjóð varð lúthersk á skömmum tíma3 Hér voru hvorki hugar-
farslegar, hugmyndafræðilegar né félagslegar forsendur fyrir slíku. Málin
horfðu öðruvísi við í hinum ýmsu furstadæmum og sjálfsstjórnarborgum
Þýskalands þar sem ræða má um byltingu í sumum tilvikum. Jafnvel í
Danmörku voru aðstæður aðrar í þessu efni og þar gekk siðaskiptaþróunin
hraðar fyrir sig. Í samanburði við breytingarnar erlendis er sanni nær að
líta svo á að siðaskiptin hér hafi falist í hægfara stigskiptri þróun þótt að
sönnu megi vísa til ýmissa atburða og ártala sem mikilvægra varða eða við-
miða á þeirri leið.4
Í þessari grein verður glímt við ýmsar spurningar sem lúta að því hve-
nær íslenska þjóðin hafi orðið lúthersk. Hér ber þó að hafa í huga að í
kirkjusögulegum rannsóknum má leggja ólíka merkingu í hvað felst í að
vera lútherskur einstaklingur, lúthersk kirkja, lúthersk þjóð eða lútherskt
ríki (sjá síðar).5 Í framhaldi vakna óhjákvæmilega fylgispurningar um hvort
við getum enn talist lúthersk og ef svo skyldi nú ekki vera hvenær þjóðin
hafi þá hætt að vera það. Hvert var með öðrum orðum hið lútherska skeið
í sögu okkar?
hugsun tók að móta samfélagið í raun. Hjalti Hugason, „Heiti sem skapa rými.
Hugleiðing um heiti og hugtök í siðaskiptarannsóknum“, Ritið. Tímarit Hugvís-
indastofnunar 3/2014, bls. 191–229.
3 Hér er gengið út frá að ekki sé mögulegt að líta svo á að þjóð eða samfélag sé lúth-
erskt fyrr en siðbreytingin, þ.e. sú hugarfarssögulega þróun sem siðbót og siðaskipti
leiddu til, hafði náð verulega fram að ganga. Loftur Guttormsson hefur litið svo
á að siðbreytingin hafi gengið yfir á hinni „löngu“ 17. öld en upphaf hennar má
miða við um 1580. Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á
Íslandi iii. b., ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls. 110, 115.
4 Í nýjustu rannsókninni á siðaskiptunum hér á landi hafa þau verið skoðuð sem
„bylting að ofan“. vert er að geta þess að þar er einkum átt við stjórnkerfisbreyt-
ingar sem áttu sér stað hér á landi á tímabilinu 1537–1565 sem höfðu áhrif á
stjórnskipunarlega stöðu landsins, skipulag kirkjunnar, stjórnsýslu, skipan eigna og
efnahagsmál. vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan. Stjórnskipunarsaga 16.
aldar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013, bls. 13. Hér er ekki fjallað
um þessa stjórnskipunarlegu sögu heldur trúar-, félags- og hugarfarssöguna. Því
verður ekki tekin afstaða til þess hvort byltingar fremur en rof hafi átt sér stað á
öðrum sviðum á þessum tíma.
5 Hér verður ekki fengist við þá spurningu hvað felist í að vera þjóð. Aðeins skal
á það bent að merking hugtaksins er önnur og margræðari nú á dögum en á 16.
öld. Einnig er þjóðin sjálf nú mun fjölþættara fyrirbæri. Á 16. öld náði hugtakið
einkum yfir fólk er bjó á sömu slóðum og þá var uppruni, bakgrunnur og menning
mun meira samtoga en síðar varð. Nú hefur þjóðar-hugtakið mun félagslegri og
pólitískari merkingu og nútíma Íslendingar mynda ekki sömu samhæfðu heild og
áður.
HJALTi HUGASON