Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 82
81
Nokkur hugsanleg viðmiðunarár og -atburðir
Fyrir þau sem aðhyllast þá söguskoðun að sagan sé samansett af einstökum
tímasetjanlegum atvikum er mögulegt að nefna nokkra atburði sem ýmist
má líta á sem beinar eða óbeinar en þó nauðsynlegar forsendur fyrir því
að við Íslendingar í fyllingu tímans urðum lúthersk. Tímasetning þeirra
þjónar þá sem viðmiðunarár og nokkurs konar atrennur að svörum við
spurningunni um hvenær við höfum orðið lúthersk.
1517 má líta á sem upphafsár að siðbótarstarfi Lúthers en í september
sendi hann frá sér ritið Contra scolasticam theologicam sem hafði að geyma 97
greinar eða yrðingar um synd og náð. Þetta var mikilvæg atrenna að grein-
unum 95 um aflátið sem hann negldi á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg
að kvöldi dags 31. október, það er á aðfangadagskvöldi allra heilagra messu,
þá um haustið.6 Þessi atburður er óbein en nauðsynleg forsenda þess að
við urðum lúthersk. Án siðbótarstarfs Lúthers hefðu siðaskipti ekki orðið
hér um 30 árum síðar á þeim grunni sem raun ber vitni. Þetta er þó óbein
forsenda siðaskipta hér á þann hátt að kirkjugagnrýni Lúthers gat vel átt
sér stað og hlotið umtalsverð áhrif, jafnvel leitt til kirkjuklofnings, án þess
að áhrif hefði hérlendis. Á 16. öld var langt frá Wittenberg til Íslands.
Þótt siðbótarstarfi Lúthers sé hér lýst sem einum tímasetjanlegum atburði
ber ekki að líta svo á að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Bæði áttu
greinarnar 95 sér langan aðdraganda og ekki voru þær einar um að koma
siðbótarþróuninni af stað. 1517 er heldur ekki það ár sem helstum straum-
hvörfum er talið hafa valdið í þessu sambandi.7
6 Fyrstu sjö greinarnar fjölluðu um yfirbótina, greinar 8–29 fjölluðu um aflát til
styttingar á dvöl látinna í hreinsunareldinum og fólu þær í sér endurskoðun á
kenningunni um hreinsunareldinn, greinar 30–80 fjölluðu um möguleika lifandi
fólks á að kaupa sér aflát og bundu þær hendur páfa við að selja aflát frá kirkju-
legum refsingum þessa heims, greinar 81–95 gagnrýndu misnotkun kirkjunnar á
aflátssölunni. Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, Kirkens historie ii, Kaupmanna-
höfn: Hans Reitzels forlag, 2012, bls. 17–381, hér bls. 39. Siðbótargreinar Lúthers
hafa birst a.m.k. tvívegis í íslenskri þýðingu Jóhanns Hannessonar (1910–1976)
prófessors. Sjá „Siðbótargreinar Lúthers sem festar voru upp á hurð hallarkirkj-
unnar í Wittenberg 31. okt. 1517“, Morgunblaðið 31. október 1967, bls. 16 og 24 og
„Siðbótargreinar Lúthers, sem festar voru upp á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg
31. október 1517“, Orðið 1/1973, bls. 3–7, 30.
7 Hér er litið svo á að siðbótarstarf Lúthers eigi sér a.m.k. tvenns konar rætur, pers-
ónulegar og guðfræðisögulegar. Þær persónulegu koma m.a. fram í áfallareynslu
Lúthers 1505 og Rómarferð hans 1511. Fyrra atvikið hafði djúptæk áhrif á til-
finningalíf hans og líklega einnig guðsmynd. Hið síðara vakti hann til gagnrýni á
kirkjuna. Siðbótina má þó jafnframt túlka guðfræðisögulega með tilvísun til þeirra
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?