Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 90

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 90
89 HvENÆR URðUM við LúTHERSK? samfélag eða lútherskt ríki? Þeirri spurningu má svara á ýmsa lund ekki síður en lykilspurningunni sjálfri.29 Einstaklingar geta verið lútherskir í mismunandi merkingu. Þeir geta samsamað sig kenningum Lúthers eða talið sig gera það eins og oft er frem- ur raun á nú á dögum, en þekking á lútherskri kenningu er almennt tak- mörkuð og túlkanir fólks á henni mjög á reiki. Hér væri um trúarlega- eða trúfræðilega merkingu að ræða.30 Þau sem skírð eru í lútherskum kirkjum eru almennt lúthersk í kirkjuréttarlegri merkingu hvað sem líður kirkjurækni þeirra og trú.31 Þá nægir að vera borgari í lúthersku ríki eða samfélagi til að teljast lúthersk í lýðfræðilegri merkingu. Merkingarsviðin eru ugglaust fleiri. Þá hefur höfundur þessarar greinar oftar en einu sinni hitt fólk, einkum erlendis, sem lýsir trúarlegri sjálfsmynd sinni svo að það sé „lútherskir guð- leysingjar“. Í því felst væntanlega að viðkomandi skynjar lífsskoðun sína ekki trúarlega en viðurkennir að hafa alist upp í umhverfi sem er samfélags- lega, menningarlega eða í það minnsta sögulega mótað af lútherskri trúar- hefð og trúarmenningu (sjá hér framar). Þannig aðstæður ríkja til dæmis á Norðurlöndum þar sem leiðir lútherskrar kirkju og viðkomandi samfélags lágu saman frá 16. öld og fram á þá 20. er samfylgdin tók víða að trosna. ýmissa blæbrigða gætir einnig þegar heilar þjóðir, samfélög eða ríki eru sögð lúthersk. Ein hugsanleg merking er að öll þau sem tilheyra lúth- ersku ríki séu lúthersk. Sé fallist á að svo sé má með nokkrum rétti segja að Íslendingar hafi þrátt fyrir allt orðið lútherskir ásamt öðrum þegnum danska ríkisins þegar 1537 þótt þeim væri ókunnugt um það, viðurkenndu það ekki eða væru því beinlínis andsnúnir. Sé samt litið svo á að tímasetn- 29 Hér verður bent á nokkur merkingarsvið orðsins lútherskur sem jafnframt geta þjónað sem viðmið er leitað skal svars við spurningunum um hvenær Íslendingar hafi orðið lútherskir og hvort þeir geti enn talist lúthersk þjóð. Frá guðfræðilegu og/eða kirkjusögulegu sjónarhorni eru ákveðin viðmið, t.d. þau sem hér eru nefnd trúarleg, lítúrgísk og kúltísk, þungvægari en önnur. Svo þarf þó ekki að vera sé leit- að að alhliða svari við spurningunni. Hér verður þeim því ekki raðað í stigveldi. 30 Samsömunin gæti þó beinst að persónu Lúthers fremur en kenningum hans. væri þá um sálfræðilega merkingu að ræða. 31 Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 (3. mgr. 1. gr.). Í undantekningartilvikum leiðir skírn ekki til aðildar að þjóðkirkjunni. Má í því sambandi nefna börn foreldra sem tilheyra öðrum kirkjum (ekki síst þeim sem eru í sérstökum tengslum við þjóðkirkjuna t.d. á grundvelli svokallaðs Porvoo-sam- komulags) en eru skírð í íslensku þjóðkirkjunni af sérstökum ástæðum svo sem vegna búsetu hér. Porvoo-samkomulagið sjá „Porvoo-yfirlýsingin“, kirkjan.is, sótt 11. ágúst 2015 af http://kirkjan.is/kerfi/skraarsofn/kirkjan-frettir/2013/01/Porvoo- yfirl%C3%BDsingin.pdf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.