Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 92
91
eftir að dreifa bókinni og eyða tortryggni í hennar garð úti í prestaköllum
og sóknum landsins.34
Sigurður Jónsson (eftir 1510–1595) Arasonar biskups, prestur á
Grenjaðarstað í Aðalreykjadal, er áhugavert dæmi í þessu sambandi. Hann
var í röð fremstu presta í Hólabiskupsdæmi beggja vegna siðaskipta og þau
virðast ekki hafa sett neitt strik í starfsferil hans og starfsframa þrátt fyrir
andstöðu föður hans og bræðra við siðaskiptin. Hann tók upp lútherskt
helgihald í prestakalli sínu á páskum 1554 eða tæpum þremur árum eftir
formleg eða kirkjuréttarleg siðaskipti fyrir norðan. Í eldri rannsóknum
gætti tilhneigingar til að líta svo á að hann hafi í þessu sambandi þver-
skallast og verið seinn til breytinga. Hér skal fremur litið svo á að hann
hafi verið fljótur til eða að minnsta kosti síst á eftir öðrum á svipuðum
slóðum.35 Helst er þess að vænta að kirkjuréttarleg og „lítúrgísk“ siðaskipti
hafi haldist í hendur á biskupsstólunum og í næsta nágrenni þeirra, það er
að lútherskt helgihald hafi fyrst komist á við dómkirkjurnar og þær kirkjur
sem þjónað var undir mestum áhrifum þaðan. Það hefur á hinn bóginn
tekið lengri tíma að samræma ímynd, það er opinbera stefnumörkun, og
raunmynd, það er raunverulega framkvæmd, í þessu efni í héruðum sem
arsaga íslenzkrar helgisiðahefðar á 16. öld, Reykjavík: Háskóli Íslands, Háskólaútgáf-
an, 1992, bls. 13–14.
34 Minna má á að langan tíma tók að innleiða þá helgisiði sem Evangelísk-kristileg
Messusöngs- og sálmabók (svokölluð Aldamótabók eða Leirgerður) frá 1801 boðaði.
Einar Sigurbjörnsson, „Sálmabók 1801“, , Til móts við nútímann, Kristni á Íslandi
iv, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls. 18–21, hér bls. 20. Þá má
benda á að 1981 kom út ný Handbók fyrir íslensku þjóðkirkjuna sem leysa skyldi af
hólmi Helgisiðabók íslenzku þjóðkirkjunnar frá 1934. Jafnvel þá tók breytingin langan
tíma þótt aðstæður til slíks væru þá mun hægari en fyrr.
35 Sjá opið bréf sem prestarnir Jón Ólafsson (d. fyrir 1561 í Nesi í Aðaldal) og Jón
Semingsson (líklega að Höfða í Höfðahverfi en óþekktur að öðru leyti) voru vottar
að. Íslenzkt fornbréfasafn/Diplomatarium Islandicum Xii b., bls. 691–693. Sveinn
Níelsson, Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útg. með viðaukum og breytingum eftir dr.
Hannes Þorsteinsson, Björn Magnússon sá um útgáfuna og jók við, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1950, bls. 294, 309. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir
siðskiptaaldarinnar á Íslandi ii, Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gamalíelssonar,
1922, bls. 493–495. Finnur Jónsson tímasetti bréfið til 1553. Páll Eggert Ólason,
Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi iv, Reykjavík: Bókaverslun Ársæls
Árnasonar, 1926, bls. 794 (athugasemd við Páll Eggert Ólason, Menn og menntir
ii, bls. 493). Íslenzkt fornbréfasafn/Diplomatarium Islandicum Xiii, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1933–1939, bls. 93–94. Sjá Hjalti Hugason, „Frumkvöð-
ull siðbótar á Norðurlandi? Um Sigurð Jónsson á Grenjaðarstað og afstöðu hans
til siðaskiptanna“, Saga. Tímarit Sögufélags 2/2015, bls. 42–71.
HvENÆR URðUM við LúTHERSK?