Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 122

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 122
121 sem tengist ljóðinu lýsir kjarnaatriði þess. við fyrsta lestur er auðvelt að halda þegar þarna er komið sögu að bókin sé á enda en eftir er Viðauki, sem snýst um ákveðin lykilatriði í fyrri frásögn: trú, sýrulist, tengslarofin sem fylgja skitsófreníu, svo og mikilmennskubrjálæði og ofsóknaræði í tengslum við pólitík. Rofin eru þá líka dregin fram með mynd af málverki. Ljóðið „BBB“ – fangamark Bjarna Bernharðs Bjarnasonar – er bjartsýnis- ljóð og snýst um sögu ljóðmælanda og hlutverk í lífinu Hliðartextunum er auðvitað ætlað að hafa áhrif á lesendur og þeir hafa sennilega sérstök áhrif á bókmenntafræðinga enda reka þeir tunguna framan í ýmsar aðgreiningar í bókmenntafræði, t.d. á ljóðskáldi og ljóð- mælanda; raunverulegum höfundum, söguhöfundum og sögumönnum svo ekki sé talað um aðgreiningu list- og bókmenntagreina.29 Ég hef heyrt því haldið fram að þeir séu vitnisburður um persónu sem eigi erfitt með að hemja hugsanir sínar í skipulagða heild.30 Það held ég að sé rangt. Í hlið- artextunum er meðal annars vikið að ýmsu því sem sagt er frá í meginmáli og það skoðað frá öðru sjónarhorni en þar, en mestu skiptir þó að ramm- inn sem þeir mynda um meginmálið virðist beinlínis vera skipulögð raun- gerving upphafs og loka sjálfs sköpunarferlis sögunnar. Það eitt að hefjast handa við að skrá átakamikið og trámatískt lífshlaup krefst umhugsunar og aðdraganda og kallar á nokkra sjálfshvatningu; að verkinu loknu vindur sá sem það vann ofan af sér og gengur þannig frá öllum endum að hann sé tilbúinn til að horfa keikur framan í lesendur. Hin hálu þrep reynist líka að sínu leyti vera sjálfsþerapía Bjarna Bernharðs eins og kemur skýrt fram í aðfararorðum hans: „Endurlitið var mér vissulega erfitt“, segir hann, „en um leið styrkti það mig og losaði um margar hugarflækjur.“ (4) Aðfararorðin vitna um að höfundur gengur þess ekki dulinn að frásögn af eigin lífshlaupi er ekki lífshlaupið sjálft heldur endurgerð og túlkun útmáðra lína, minninga- og myndbrota. En þó að hann geri sér ljóst hvílík nýsköpun merkingar er jafnan fólgin í æviskrifum er honum líka í mun að menn átti sig á að hann er sem rithöfundur að reyna að segja satt. Hann leggur áherslu á að „Kraftbirting undirvitundar“ tengi saman ytri og innri veruleika í formum sem séu hvorttveggja í senn endurtekin og síbreytileg en um leið hefur hann sýnilega áhyggjur af að lesendur haldi að frásögn 29 Þó að ég kjósi t.d. að tala um sögumann er umdeilanlegt hvort ástæða er til þess, sérstaklega í hliðartextunum þar sem færa má rök fyrir því að röddin sem talar í ýmsum prósatextunum standi nær hinum eiginlega höfundi en hinn sviðsetti sögumaður í frásögninni af lífshlaupinu. 30 Hér vísa ég til einkasamtala við félaga mína. „ÓMSTRÍðUR TAKTUR KviKRA STRENGJA“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.