Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 145
144
Menntun virðist þ.a.l. vera mjög mikilvæg í fjölskyldu innflytjandans; þess
vegna er einnig litið á fórnina sem tækifæri til að bæta aðstæður allrar fjöl-
skyldunnar. Hinar neikvæðu tilfinningalegu afleiðingar sem flutningur og
aðskilnaður frá fjölskyldunni felur í sér eru jafnaðar út með því að hugsa
um nauðsynina og að láta gott af sér leiða (hjálpa ættingjum að mennta sig
og öðlast bjartari framtíð). Tilhugsunin um fórn framkallar vellíðunartil-
finningu fyrir einstaklinginn. Hvort sem vinnuálagið er mikið í starfi sem
þér mislíkar eða börnin eru skilin eftir heima, þá er hvatinn fleiri og meiri
tækifæri í framtíðinni. Flestir viðmælendurnir fylgdu því líkani að laun erf-
iðisins væru ásættanleg þótt um tímabundna erfiðleika væri að ræða og svo
framarlega sem það leiddi til meiri hamingju síðar.
Félagssálfræðingar og vísindamenn hafa tekið eftir mikilvægi mark-
miða og metnaðar í persónulegri vellíðan.18 Samkvæmt sjálfsákvörðun-
arkenningunni eykst vellíðan í lífi einstaklinga þegar þeir glíma við og
stefna að innri markmiðum, markmiðum „sem eru tengd persónulegum
vexti, tilfinningalegu nánu sambandi og þátttöku í samfélaginu,“ og gefa
ánægju strax, en sú vellíðan dvíni þegar verið er að glíma við ytri mark-
mið. Ástæðan er sú að ytri markmið fela í sér samþykki og viðurkenningu
annarra, „t.d. árangur á fjármálasviði, aðlaðandi útlit og félagslega við-
urkenningu.“19 Í huga þátttakenda virtist það vera svo að drifkrafturinn/
dugnaðurinn skipti meira máli en markmiðið sjálft:
„Það eru alltaf einstaklingar sem vilja berjast, gera betur, lifa betur,
vera öðruvísi, vera betri útgáfa af þeim sjálfum. (Brot úr viðtali 6.
Kvenmaður, Austur Evrópa.)
„Ég tek lítil skref fyrir sjálfa mig. Núna langar mig að gera þetta,
og núna langar mig að fá þetta starf, og mig langar að læra hér, og
fá vinnu við það sem ég er að læra, og mig langar að gera meira og
meira … Það er gott að taka þessi litlu skref.“ (Brot úr viðtali 15.
Kvenmaður, Austur Evrópa.)
Þessi viðmælandi ákvað að nota allar breytingar til að öðlast eins gott líf
hérlendis og mögulegt væri. Hún lærði íslensku í ár og fór aftur í skóla
til að nema og fá vinnu á sínu sérfræðisviði. Tilfinningalega upplifunin af
18 E. Romero, J.A. Gómez-Fraguela og P. villar, „Life Aspirations, Personality Traits
and Subjective Well-being in a Spanish Sample“, European Journal of Personality,
26/2012, bls. 45–55.
19 Sama rit, bls. 45.
MARKuS MEcKl / STéphAniE BARillé