Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 153
152
um það hversu lágkúrulegar þær teljast, en þær þykja gjarnan einkennast af
skorti á fagurfræðilegri fjarlægð. Williams telur ekki fullnægjandi að benda
aðeins á það hvað þessar myndir séu yfirdrifnar; að þær hafi of sterk líkamleg
áhrif á áhorfendur og sýni – blygðunarlaust! – of mikið af tilfinningum, ofbeldi
eða kynlífi. Henni þykir full ástæða til að rannsaka ofgnóttina sem einkennir
þessar vinsælu myndir, jafnt áhrif hennar og tilgang.
Nýmæli „Líkama kvikmyndanna“ fólust á sínum tíma ekki síst í áhersl-
unni sem þar er lögð á tilfinningalega upplifun áhorfenda og telst greinin
enn mikilvægt framlag til rannsókna á hughrifum (e. affect theory) innan kvik-
myndafræða. Í henni vinnur Williams þó fyrst og fremst út frá greiningarhefð
sálgreiningar í kvikmyndafræðum, sem á rætur sínar að rekja til Ímynduðu
táknmyndarinnar eftir Christian Metz og frægrar greinar Lauru Mulvey,
„Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“.2 Áhrifa hinnar síðarnefndu gætir
sérstaklega í „Líkömum kvikmyndanna“, þar sem Mulvey sótti ekki aðeins í
skrif Sigmunds Freud um „afbrigðilegar“ hneigðir þegar hún gerði nautnum
kvikmyndaáhorfs skil, heldur tók greining hennar einnig til kyns þess sem
horfir og þess sem horft er á. Samkvæmt Mulvey er sjónmál karlsins beinlínis
byggt inn í kvikmyndir Hollywoodkerfisins. virka augnaráðið er ýmist sad-
ískt – og refsar eða blætisgerir óvirku konuna sem það beinist að – eða það er
haldið sjálfsdýrkunarhvöt og sækir þá nautn í samsömun með fyrirmyndar-
sjálfum sem birtast í stjörnum hvíta tjaldsins.
Þau kröftugu áhrif sem klám, melódrömu og hryllingsmyndir hafa á lík-
ama áhorfenda (sem er oft ekki sjálfrátt) verða þó varla skýrð með hliðsjón af
augnaráði karlsins í sígildu Hollywoodmyndunum sem Mulvey fjallar um. Í
kjölfar greinar Mulvey tók Mary Ann Doane sjónmál konunnar til sérstakrar
umfjöllunar, m.a. í „Kvikmynd og grímuleikur: Kvenáhorfandinn túlkaður“,
þar sem hún hafnar því að konan taki einfaldlega upp stöðu karls við áhorfið.
Niðurstaða Doane var sú að, í ljósi þess að kvenáhorfandinn á erfitt með að
halda þeirri fjarlægð við ímyndina sem staða blætisdýrkanda gerir kröfu um,
einkennist áhorfið af „of-samsömun“, sem birtist með hvað skýrustum hætti í
„kvenlegum kvikmyndagreinum“ á borð við sápuóperuna og „konumyndina“.3
2 verkin voru upphaflega gefin út á sama ári, 1975, og hafa bæði komið út á íslensku.
Fyrsti hluti bókarinnar Ímyndaða táknmyndin: Sálgreining og kvikmyndir kom út
í þýðingu Torfa H. Tulinius árið 2003 sem hluti þýðingaritraðar Bókmennta-
fræðistofnunar Háskóla Íslands, en „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“ birtist
sama ár í þýðingu Heiðu Jóhannsdóttur í greinasafninu Áfangar í kvikmyndafræð-
um.
3 Mary Ann Doane, „Kvikmynd og grímuleikur: Kvenáhorfandinn túlkaður“, þýð.
Björn Þór vilhjálmsson, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykja-
l i n d A W i l l i A M S