Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 185

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Blaðsíða 185
184 flækjunni sem gott, samþykkt kynlíf er borið saman við.9 Enginn þessara möguleika er fullnægjandi þegar kemur að því að skýra Innbrot.10 Í táknmáli myndarinnar er aldrei gefið í skyn að með nauðguninni sé í raun verið að draga einhvern á tálar né umbreytist hún í uppgjöf og unað meðan á henni stendur: það eru sífelld óp sársauka og nauðungar, „þú meiðir mig“ og „ég er hrædd“, og augljós merki um mótspyrnu. Konurnar berjast um, kveinka sér og gráta; þær neita og veina; þær þrýsta saman fótleggjunum og reyna að sleppa; og að lokum er hver og ein þeirra myrt. Í allri myndinni kemur ekki einu sinni fyrir óþvingað kynlíf eða merki um unað kvennanna, hvorki með né án þeirra vilja. Það hefði verið almennt og röklega mögulegt að láta eitthvert fórnarlambanna taka þátt í annars konar kynferðislegum athöfn- um áður en ráðist var á þær en innrásirnar í líkamann eru dregnar fram á markvissan og róttækan hátt – og grófleiki kynlífsins í kvikmyndinni, bæði hins frásagnarlega og hins kvikmyndaða, er algjör. Það er heldur ekki hægt að lesa Innbrot í samhengi fræðilegra skrifa um sadómasókisma, kvalalosta og kvalanautn. Kvikmyndin samanstendur ekki af flóknu kerfi leikrænna 9 Williams skrifar að í þessum kvikmyndum frá fyrri hluta 9. áratugarins sýni nauðg- unaratriðin ekki „konur sem læra að njóta valdbeitingarinnar; nauðganirnar brjóta þvert á móti gegn líkömum þeirra og vilja. Þótt nauðgararnir í hverri mynd fyrir sig njóti þess að framkvæma nauðgunina, og að minnsta kosti sumir áhorfendur gætu notið þess að horfa á hana, er það reiði, niðurlæging og sársauki kvennanna sem eru fórnarlömb nauðgananna sem lögð er áhersla á. Í báðum tilvikum táknar nauðgun hið misheppnaða, slæma kynlíf sem önnur atriði í kvikmyndinni eru við- brögð við. Þessar kvikmyndir [...] setja kynlíf afdráttarlaust fram sem vandamál sem gott kynlíf leysir.“ Linda Williams, Hard Core, bls. 166. Kvikmyndin Innbrot frá 1972 eftir Shaun Costello, sem fjallar um hermann úr víetnamstríðinu með áfallastreituröskun sem finnst hann verða að stjákla konur, nauðga þeim og myrða, fellur að mörgu leyti að þessu útópíska módeli þar sem brugðist er við „slæmu“ kynlífi með „góðu“ kynlífi: fyrsta langa harðkjarnaatriðið byggist á gagnkvæmri ánægju og samþykki og þjónar sem andstæða ofbeldisfullu nauðgunaratriðanna sem á eftir koma. 10 Edward Buscombe gefur í skyn að ofbeldisfull nauðgunaratriði samrýmist ekki klámi; í Dirty Western skrifar hann: „Þótt fléttan snúist um nauðgun nær kvikmynd- in ekki að sýna hana á sannfærandi hátt. [...] Maður hefur allan tímann á tilfinning- unni að hún sé á mörkum þess að varpa nauðgunarfléttunni fyrir róða og halda bara áfram með kynlífið.“ Edward Buscombe, „Generic Overspill: A Dirty Western“, More Dirty Looks: Gender, Pornography and Power, ritstj. Pamela Church Gibson, London: British Film institute, 2004, bls. 27–30, hér bls. 30. Áhrifamikil rannsókn af svipuðum toga, þar sem því var haldið fram að í harðkjarnaklámmyndinni væri „ofbeldi hafnað næstum algjörlega“, er Joseph Slade, „violence in the Hard-Core Pornographic Film: A Historical Survey“, Journal of Communication 3/1984, bls. 148–63. EuGEniE BRinKEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.