Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 188
187
sýnileika á þröskuldi sýnileikans. Skilningur Agamben á látbragðinu, sem
hann leit svo á að væri miðlægt í (allri) kvikmyndagerð, er einnig að verki
hér, á enn meira truflandi hátt: „Það sem einkennir látbragðið er að með
því er ekkert framleitt eða framkvæmt, heldur þraukað og afborið.“13 Í
Innbroti útheimtir gróft kynlíf að rétt eins og líkamar sem eru leiknir grátt
verði textinn einnig að þjást – holdið og formið framleiða ekkert, þeim er
einfaldlega ætlað að þrauka það að reynt sé á mörk þeirra.
– – –
Byggingu Innbrots má lýsa sem A B A’ B A’ B-a”-B C, þar sem hvert A
felur í sér árásaratriði sem inniheldur raunverulegar kvikmyndaðar kyn-
lífsathafnir, sem eru endurteknar með mismunandi fórnarlömbum og mis-
munandi röð árásarmanna (en raðmorðinginn sem er í aðalhlutverki og
vill votta Richard Ramirez virðingu sína er alltaf til staðar); B felur í sér
atriði þar sem æsifréttamaðurinn Rob Black skýrir andstuttur frá nauðg-
ununum og morðunum eftir að þau eiga sér stað og innihalda öðru hvoru
samskipti við hinn fjölmiðlasækna morðingja; og C er lokaatriðið þar sem
tveir almennir borgarar elta morðingjann á götum úti, eftir að ýmsir aðrir
menn hafa verið handteknir, og ráðast á hann með spörkum þar til þeir
hafa drepið hann. Þeir hlutar myndarinnar sem merktir eru með mínútu-
merki og tvöföldu mínútumerki tákna þau atriði sem eru sett fram eins og
persónur myndarinnar hafi sjálfar tekið þau upp með myndbandstökuvél;
til dæmis birtist önnur árásin, sem hefst á því að kona situr á sófa og hjalar
við hundinn sinn um að hún sé að fara að eignast lítið barn, í tvöföldum
hvítum ramma með REC í efra vinstra horni skjásins þar sem tveir menn
grípa í hana og ýta hundinum til hliðar; því sem eftir lifir árásarinnar er
miðlað á þennan máta. Litla a-ið með tvöfalda mínútumerkinu stendur
síðan fyrir fjórðu árásina, sem sker sig á ýmsan hátt úr: henni er miðlað
gegnum æsifréttamanninn en á tvenns konar máta, sem mynd sem hefur
þegar verið tekin upp á band innan söguheimsins og hann fær nú sem hlut
í pósti, spilar aftur og horfir á á enn öðrum skjá; þetta er líka eini hlut-
inn sem ekki inniheldur raðmorðingjann, sem var viðstaddur allar fyrri
árásirnar þrjár, en inniheldur í staðinn tilbrigði við hann, óþekktan mann
(samanber litla stafinn); og eins og tvöfalda mínútumerkið gefur til kynna
lýkur honum skyndilega í miðri kynlífsathöfn og áður en hvorki fullnæg-
13 Giorgio Agamben, „Notes on Gesture“, Means without End, þýð. vincenzo Binetti
og Cesare Casarino, Minneapolis: University of Minnesota Press, 2000, bls. 49–60,
hér bls. 57.
GRÓFiR DRÆTTiR