Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 189
188
ing karlsins né morð hefur átt sér stað. Þetta er sá sérkennilegasti af öllum
hlutum myndarinnar; ég mun koma aftur að honum síðar.
Ég ræði þessa breiðari samsetningu kvikmyndarinnar vegna þess að á
yfirborðinu gæti virst sem Innbrot félli vel að einum sterkasta hluta rök-
semdafærslu Lindu Williams um form kláms: að bygging þess einkennist
af víxlum, þar sem harðkjarnakynlífsatriðin virka á sama hátt og söng-
og dansatriði klassískra söngleikjamynda, koma í veg fyrir leiða, tjá hið
ósegjanlega og skapa samhljóm sem er einstakur, jafnvel töfrum líkastur.14
Bygging myndarinnar kringum smá-A-og-svo-smá-B og fyrirsjáanlegu
harðkjarnaatriðin þrjú gæti litið út fyrir að falla að þessu. Hins vegar byggir
form Innbrots ekki á víxlum heldur hefur myndin afbakað form þar sem rof
er í forgrunni. Klám er mjög markvisst; þar sem fullnæging karlmannsins,
sem viðtekið er að sýna með myndskeiði af sjáanlegu sáðfallinu, er í hefð-
bundnu klámi hið kvikmyndaða andartak sem táknar lok kynlífsatriðisins
er það markmið allsráðandi og þegar það hefur verið sýnilega uppfyllt er
endinum náð. Það er ekki einkenni á klámi sem grein að það sé opið; þrátt
fyrir að það sé vinsælt að láta titla klámmynda vísa í titla annarra mynda er
það ekki framhaldsmyndaform byggt á eftirvæntingu um það sem kemur
næst: maður veit nákvæmlega hvað mun gerast – sem er kveikjan að þeirri
getu kláms að valda bæði örvun og leiða.
Það má ef til vill varpa ljósi á þennan fyrirsjáanleika með því að taka
til endurskoðunar túlkun eina á fantasíunni sem hefur haft mikil áhrif í
kvikmyndafræðum. Í lýsingu sinni á fantasíunni, sem þeir telja að sé ekki
„viðfang þrárinnar, heldur sviðsetning hennar“, skrifa Jean Laplanche og
Jean-Bertrand Pontalis að „þótt sjálfsveran sé alltaf til staðar í fantasíunni
geti hún verið það í afsjálfvæddri mynd, það er að segja, verið til staðar í
skipan framvindu hennar.“15 Sýnileiki og endanleiki skvettiskotsins í yfir-
gnæfandi meirihluta klámmynda bendir til þess að ein þeirra mynda sem
sjálfsveran geti tekið á sig í skipuninni sé framvindan sem leiðir að enda-
punktinum, hikið áður en komið er að semíkommunni. Fantasían tilheyrir
festunni og fullvissunni, en form efa og óvissu krefjast þess að loforðinu
um hið fyrirsjáanlega sé hnikað til.16 Þessi tryggð við markmiðið þýðir
14 Linda Williams, Hard Core, bls. 130–134.
15 Jean Laplanche og Jean-Bertrand Pontalis, „Fantasy and the Origins of Sexuality“,
Formations of Fantasy, ritstj. victor Burgin, James Donald og Cora Kaplan, London:
Methuen, 1986, bls. 5–34, hér bls. 26.
16 Sjá til dæmis skrif Dean um óvissu, dreifingu og berbaksklám. Tim Dean, Unlimited
Intimacy.
EuGEniE BRinKEMA