Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 193

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 193
192 og þá leiftrar mynd af andliti stúlkunnar yfir klósettskál – sem er of óljós til að vera skiljanleg þegar hún birtist í fyrsta skiptið en verður síðan lokanið- urlægingin í nauðguninni: hann mun míga á andlit hennar og upp í hana. Þessar leifturmyndir vekja þá spurningu hvort framtíðin sé órakennd, en með hverri mínútu sem líður í myndinni birtist það skýrar hve stöðug forspárgeta þeirra er. Andartakið sem maðurinn kemur inn í anddyrið er spilað aftur og aftur eins og trámatísk endurtekning; það er sú mynd sem oftast leiftrar, og kemur margsinnis fyrir í fyrsta hlutanum og langt inn í nauðgunina. Eftir að maðurinn hefur varpað fram spurningu sem ekki er til neitt mögulegt svar við – „viltu að ég sé harður við þig?“ – er henni svarað með inngöngunni í húsið, sem breiðir yfir en sýnir jafnframt hvern- ig ráðist er með valdi inn í líkamann. Spurningin undirstrikar óheilindi árásarmannsins og óreglulega tímaframvindu fyrstu árásarinnar. Á sama tíma afmáir hún persónuna sem henni er beint til; með hinu ofbeldisfulla inntaki sínu eyðir hún sjálfsforræði þess viðtakanda sem gæti mögulega gert grein fyrir stöðu sinni, sagst vilja eða vilja ekki. Spurningin kemur þar að auki fram löngu eftir að árásarmaðurinn er byrjaður að vera harður, sem bendir til enn annarrar tímalykkju: líkt og það væri hægt að endurræsa framtíðina á því andartaki, líkt og það væri hægt að skilgreina þetta andar- tak þannig að frá og með því muni ofbeldið eiga sér stað. Þetta er spurning sem byggist á þeirri ímyndun að fórnarlamb geti svarað og þeirri ímyndun að tíminn geti byrjað upp á nýtt; þess vegna er þetta algjörlega órakennd spurning. Áhrifamætti þessarar ómögulegu, sjálfseyðandi spurningar er að lokum beint að textanum: það er form myndarinnar sem í kjölfar hennar er beygt undir grófleikann, það er formið sem smám saman brotnar og sundrast. Eftir allt saman – endaþarmsmökin, kokríðingarnar, hrækingarn- ar og barsmíðarnar – fær hann sáðlát, mígur framan í hana og varpar fram sérkennilegri spurningu: „veistu hver Richard Ramirez er?“ Hér grillir í fyrsta sinn í þá grundvallarforsendu sem verður þungamiðja myndarinn- ar; fórnarlamb og áhorfandi eru ávörpuð í senn. Árásarmaðurinn grípur hvítan plastruslapoka og setur yfir höfuðið á stúlkunni og með myndinni af þrútnu og afmynduðu en jafnframt óhagganlegu og steinrunnu andliti hennar lýkur þrjátíu mínútna löngu atriðinu á nákvæmlega þann hátt sem við vissum tuttugu og níu mínútum fyrr að það myndi enda. Þar sem sú fyrsta af aðalárásunum þremur brýtur samfelluna upp á sjónrænan hátt og brýst inn í frásögnina gegnum tímarásina – og gróft form verður þannig eitthvað sem gerir hina línulegu framvindu óslétta – EuGEniE BRinKEMA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.