Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 193
192
og þá leiftrar mynd af andliti stúlkunnar yfir klósettskál – sem er of óljós til
að vera skiljanleg þegar hún birtist í fyrsta skiptið en verður síðan lokanið-
urlægingin í nauðguninni: hann mun míga á andlit hennar og upp í hana.
Þessar leifturmyndir vekja þá spurningu hvort framtíðin sé órakennd, en
með hverri mínútu sem líður í myndinni birtist það skýrar hve stöðug
forspárgeta þeirra er. Andartakið sem maðurinn kemur inn í anddyrið er
spilað aftur og aftur eins og trámatísk endurtekning; það er sú mynd sem
oftast leiftrar, og kemur margsinnis fyrir í fyrsta hlutanum og langt inn í
nauðgunina. Eftir að maðurinn hefur varpað fram spurningu sem ekki er
til neitt mögulegt svar við – „viltu að ég sé harður við þig?“ – er henni
svarað með inngöngunni í húsið, sem breiðir yfir en sýnir jafnframt hvern-
ig ráðist er með valdi inn í líkamann. Spurningin undirstrikar óheilindi
árásarmannsins og óreglulega tímaframvindu fyrstu árásarinnar. Á sama
tíma afmáir hún persónuna sem henni er beint til; með hinu ofbeldisfulla
inntaki sínu eyðir hún sjálfsforræði þess viðtakanda sem gæti mögulega
gert grein fyrir stöðu sinni, sagst vilja eða vilja ekki. Spurningin kemur
þar að auki fram löngu eftir að árásarmaðurinn er byrjaður að vera harður,
sem bendir til enn annarrar tímalykkju: líkt og það væri hægt að endurræsa
framtíðina á því andartaki, líkt og það væri hægt að skilgreina þetta andar-
tak þannig að frá og með því muni ofbeldið eiga sér stað. Þetta er spurning
sem byggist á þeirri ímyndun að fórnarlamb geti svarað og þeirri ímyndun
að tíminn geti byrjað upp á nýtt; þess vegna er þetta algjörlega órakennd
spurning. Áhrifamætti þessarar ómögulegu, sjálfseyðandi spurningar er að
lokum beint að textanum: það er form myndarinnar sem í kjölfar hennar
er beygt undir grófleikann, það er formið sem smám saman brotnar og
sundrast. Eftir allt saman – endaþarmsmökin, kokríðingarnar, hrækingarn-
ar og barsmíðarnar – fær hann sáðlát, mígur framan í hana og varpar fram
sérkennilegri spurningu: „veistu hver Richard Ramirez er?“ Hér grillir í
fyrsta sinn í þá grundvallarforsendu sem verður þungamiðja myndarinn-
ar; fórnarlamb og áhorfandi eru ávörpuð í senn. Árásarmaðurinn grípur
hvítan plastruslapoka og setur yfir höfuðið á stúlkunni og með myndinni
af þrútnu og afmynduðu en jafnframt óhagganlegu og steinrunnu andliti
hennar lýkur þrjátíu mínútna löngu atriðinu á nákvæmlega þann hátt sem
við vissum tuttugu og níu mínútum fyrr að það myndi enda.
Þar sem sú fyrsta af aðalárásunum þremur brýtur samfelluna upp á
sjónrænan hátt og brýst inn í frásögnina gegnum tímarásina – og gróft
form verður þannig eitthvað sem gerir hina línulegu framvindu óslétta –
EuGEniE BRinKEMA