Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Qupperneq 203
202
hann ónæði, truflar heimilislífið.24
Í Innbroti er ekki gerð tilraun til þess að eyða ókunnugleika boðflenn-
unnar; henni er leyft að vera um óákveðinn tíma á þröskuldi þess að ráðast
inn. innrásarmennirnir tákna eigin ókunnugleika; nauðgunin verður aldrei
að tælingu, þeir eru aldrei komnir inn heldur ráðast stöðugt inn, þeir eru
áfram utangarðs og bera vitni um hreint vald þess. Með öðrum orðum
samþykkir kvikmyndin þá ekki. Það á við um bæði heimilið og líkamann
að hið ókunnuga er það sem heldur áfram að vera ókunnugt þegar það
er komið inn. Gróft kynlíf gerir boðflennunni kleift að viðhalda ókunn-
ugleika sínum á sviði grófs forms. Það er valdið sem fylgir innrásinni sem
tryggir að ókunnugleiki boðflennunnar hverfur ekki. valdið felst með
öðrum orðum ekki í því að komast inn heldur í þeim ofsa innrásarinnar
sem ólíkir aðilar, þar á meðal klámtextinn sjálfur, geta gripið til, án þess að
hann tilheyri þeim eða renni saman við þá.
Form nauðgunarinnar er aðgreinandi, svo fengið sé að láni hugtak
Saussure yfir mismuninn sem táknmyndin grundvallast á; nauðgun getur
ekki átt sér stað þar sem aðeins er einn.25 Nauðgun krefst annars. Það getur
hins vegar ekki verið óbrúanleg gjá milli annars og hins; vald hennar krefst
snertipunkts. Hinn verður að halda áfram að vera hinn og annars konar, en
aðilarnir tveir verða að tengjast hvor öðrum í mismuni sínum – þau tengsl
eru hér kölluð innrás. innrás er skurðpunktur tveggja tengdra en ólíkra
ætlana – en hlýtur að samræmast hvorugri. Með afdráttarlausari orðum
stendur innrás utan við báða aðila svo innri snertipunkturinn – það sem
innrásin ryðst inn í og býr þannig til – geti orðið. innrásin er hinn hverfuli
möguleiki líkama til að skerast og smitast hvor í annan; hún og vald henn-
ar tilheyra hvorugum aðilanum. innri veruleiki innrásarinnar birtist í ytri
veruleika formlegs rofs og tilfærslu, og því gefur innrásin til kynna inn-
göngu sem hvorki hefur né getur samlagast, sem heldur eilíflega áfram að
vera ókunnug, framandleg, önnur, óvelkomin, ofsafengin, og sem fer þar
af leiðandi einnig látlaust inn og skapar á ný andartakið þar sem ráðist var
inn í upphafi. Með hinni varanlegu innrás í verkið sjálft setur kvikmyndin
aftur og aftur á svið varanlega innrás; með því að bresta í sundur, vera
24 Jean-Luc Nancy, „The intruder“, In Corpus, þýð. Richard A. Rand, New York:
Ford ham University Press, 2008, bls. 161–170, hér bls. 161. [við íslensku þýð-
inguna var einnig stuðst við upprunalegan franskan texta Nancy.]
25 Ferdinand de Saussure, Course in General Linguistics, þýð. Wade Baskin, New York:
McGraw-Hill, 1966.
EuGEniE BRinKEMA