Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 204

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 204
203 brotakennd og gróf, ónákvæm og óslétt. Frásagnarlegt viðnám hefur í för með sér misheppnaða innrás; innrás sem er sjónrænt hindruð, typpi og fingur sem renna út, eru kreistir út, sem síðan krefst enn annarrar innrásar, og enn annarrar. innrásin gæti átt eftir að eiga sér stað að eilífu – vafinn í síðasta ofbeldisfulla atriðinu er hið óleysta hik þessarar innrásar sem er sífellt á leiðinni og á alltaf rétt eftir að eiga sér stað, þar sem ókunnugleika og leyfisleysi boðflennunnar er viðhaldið en það samlagast ekki.26 Úr yfirgefnu safni viðfangsefni þessarar bókar er klámsafnið, safn sem er sem stendur ómeð- færilegt, ónákvæmt og fleiðrað – það á sífellt á hættu að takast ekki einu sinni að verða að safni. Það er einfaldlega of mikið til af því, og stór hluti þess hefur glatast; eða það er neðanjarðar eða framleitt af áhugamönnum; eða það er illa varðveitt eða það er óskipulega og óreglulega varðveitt; kannski hefur það verið gert upptækt. Hið glataða safn er klámfræðing- um hugleikið, sem og þau vandamál sem fylgja safni sem hefur ekki verið rétt sett saman, sem hindrar faglega skipulagningu og stranga akademíska rannsókn. Sumir telja að einungis slétt og fellt safn sé einhvers virði; það verður að vera sterkt og heilt, spegiltært og fast fyrir. Leyfið ekki safninu að vera safnleysa, ójöfn og ókláruð; berjist á móti óreiðu þess. Það er skilj- anlegt að þeir sem vilja skapa rými fyrir klámrannsóknir í akademíunni færi rök fyrir nauðsyn þess að mynda safn þar sem það er skráð og varð- veitt sem síðan má rannsaka – að finna það sem virðist glatað. En hvað þýðir það að færa rök fyrir tilvist slétts og fellds klámsafns? Hvað getur glatast þegar útrýmingu glötunarinnar er krafist? Öllum söfnum er í eðli sínu ætlað að vera góð söfn, það er að segja sam- felld og rammefld söfn, sem glata hvorki né yfirgefa innihald sitt. Slæma safnið (það sem glatar eða rýrir, sem lítillækkar eða gleymir – með öðrum orðum, hið dauðlega safn) er nákvæmlega það sem söfnum er ætlað að 26 Þessi þráhyggja varðandi innrásina gæti verið ástæðan fyrir því að þungamiðja Innbrots er annar hlutinn þar sem frásögnin snýst um ófrískt fórnarlamb: það er í því atriði sem formvandinn sem gengur í gegnum alla myndina er tjáður með hvað róttækustum hætti. Þungun felur í sér sýnilega sönnun þess að það hafi áður verið farið inn í líkamann; hún táknar, og er vitni um, líkama sem er þegar í rofnu ástandi. innrásin í þennan líkama, sem ber merki þess að það sé hægt að fara inn í hann – en einnig merki um liðið augnablik þar sem var farið inn í hann – þjónar sem vettvangur þar sem átökin um innrásina geta átt sér stað, óháð líkömum en sem hreint form valds. GRÓFiR DRÆTTiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.