Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Side 205
204
ráða bót á og greina sig frá. varðveislan stendur fyrir draumórana um allt
það sem menn ímynda sér að hægt sé að gera slétt og fellt: minni, tíma,
sögu, órofna líkama. Hvötin til þess að gera safn úr klámi er með öðrum
orðum hvötin til þess að tryggja að safnið sem slíkt segi skilið við hið grófa
og þvoi hendur sínar af því. En ég held að það sem við þörfnumst sé hið
gloppótta safn, það sem er erfitt að fara um – jafnvel þótt það sé óþægilegt
fyrir fræðimanninn að koma inn í það. Þegar ég kalla eftir grófu safni er
rétt að tala hreint út um afleiðingarnar: innihald mun týnast; viðfangsefni
rannsókna gætu horfið og þannig gert ákveðnar aðferðir við endurskoðun
fræðilegrar vinnu ómögulegar og truflað skoðanaskipti í tímans rás; fagleg
fræðimennska mun ekki geta byggst á hugmyndum um kanónu, sameig-
inlega eða miðlæga texta, eða orðræðu um líkindi, um skyldleika. Hið
slétta og fellda klámsafn fylgir víxlaformi eins sem kemur á eftir öðru, á
eftir öðru; en gróft safn er eitt stórt rof, sem þýðir að enginn hluti þess er
í þeirri forréttindastöðu að koma á undan, og að sama skapi geta veikari
hlutar þess verið beittir valdi, þaggaðir, þeir geta horfið. Áhættan er fyrir
hendi; vald þessarar glötunar er raunverulegt og þegar fræðilegt viðfang
glatast er það óafturkallanlegt og algjört. Hið grófa safn er það sem tekur
þessari eyðileggingu og glötun opnum örmum, sem dvelur við endanleik-
ann sem einnig sækir á muni. En það er áhættan sem fylgir fyrirheiti gróf-
leikans: í hinu óreglulega og ójafna má sjá mörkunum bregða fyrir á sama
andartaki og möguleikanum á að eyðileggja og fara yfir þau.
Hvers vegna tölum við yfirhöfuð um söfn? Hvers vegna er varð-
veisluþráin svo sterk? Maður gæti ímyndað sér að við myndum ekki láta
okkur dreyma um safnið ef ekki væri fyrir hinn dýrslega sannleika að lík-
aminn er sjálfur svo berskjaldaður fyrir grófleikanum og eyðileggingunni
og áhrifum eyðileggingarinnar. Það er ekki til neitt safn sem ekki er ber-
skjaldað fyrir áhrifum grófleikans á holdið – eins og Derrida orðar það í
Safnasótt (fr. Mal d’Archive): „Það væri engin safnaþrá án hins róttæka end-
anleika, án möguleikans á gleymsku sem takmarkast ekki við bælingu.“27
Tíminn er minninu erfiður, og líkamanum erfiðastur. Svo við byggjum og
ræktum og þráum söfn sem eru slétt og felld, traust og örugg. Og þar með
ímyndum við okkur að við getum varist grófleikanum sem er hrörnun og
glötun, ímyndum okkur móteitur gegn örum gleymskunnar, látum okkur
dreyma um hreint og jafnt og óbifanlegt samsafn hluta sem endanleikinn
27 Jacques Derrida, Archive Fever: A Freudian Impression, þýð. Eric Prenowitz, Chi-
cago: University of Chicago Press, 1996, bls. 19.
EuGEniE BRinKEMA