Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 205

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Page 205
204 ráða bót á og greina sig frá. varðveislan stendur fyrir draumórana um allt það sem menn ímynda sér að hægt sé að gera slétt og fellt: minni, tíma, sögu, órofna líkama. Hvötin til þess að gera safn úr klámi er með öðrum orðum hvötin til þess að tryggja að safnið sem slíkt segi skilið við hið grófa og þvoi hendur sínar af því. En ég held að það sem við þörfnumst sé hið gloppótta safn, það sem er erfitt að fara um – jafnvel þótt það sé óþægilegt fyrir fræðimanninn að koma inn í það. Þegar ég kalla eftir grófu safni er rétt að tala hreint út um afleiðingarnar: innihald mun týnast; viðfangsefni rannsókna gætu horfið og þannig gert ákveðnar aðferðir við endurskoðun fræðilegrar vinnu ómögulegar og truflað skoðanaskipti í tímans rás; fagleg fræðimennska mun ekki geta byggst á hugmyndum um kanónu, sameig- inlega eða miðlæga texta, eða orðræðu um líkindi, um skyldleika. Hið slétta og fellda klámsafn fylgir víxlaformi eins sem kemur á eftir öðru, á eftir öðru; en gróft safn er eitt stórt rof, sem þýðir að enginn hluti þess er í þeirri forréttindastöðu að koma á undan, og að sama skapi geta veikari hlutar þess verið beittir valdi, þaggaðir, þeir geta horfið. Áhættan er fyrir hendi; vald þessarar glötunar er raunverulegt og þegar fræðilegt viðfang glatast er það óafturkallanlegt og algjört. Hið grófa safn er það sem tekur þessari eyðileggingu og glötun opnum örmum, sem dvelur við endanleik- ann sem einnig sækir á muni. En það er áhættan sem fylgir fyrirheiti gróf- leikans: í hinu óreglulega og ójafna má sjá mörkunum bregða fyrir á sama andartaki og möguleikanum á að eyðileggja og fara yfir þau. Hvers vegna tölum við yfirhöfuð um söfn? Hvers vegna er varð- veisluþráin svo sterk? Maður gæti ímyndað sér að við myndum ekki láta okkur dreyma um safnið ef ekki væri fyrir hinn dýrslega sannleika að lík- aminn er sjálfur svo berskjaldaður fyrir grófleikanum og eyðileggingunni og áhrifum eyðileggingarinnar. Það er ekki til neitt safn sem ekki er ber- skjaldað fyrir áhrifum grófleikans á holdið – eins og Derrida orðar það í Safnasótt (fr. Mal d’Archive): „Það væri engin safnaþrá án hins róttæka end- anleika, án möguleikans á gleymsku sem takmarkast ekki við bælingu.“27 Tíminn er minninu erfiður, og líkamanum erfiðastur. Svo við byggjum og ræktum og þráum söfn sem eru slétt og felld, traust og örugg. Og þar með ímyndum við okkur að við getum varist grófleikanum sem er hrörnun og glötun, ímyndum okkur móteitur gegn örum gleymskunnar, látum okkur dreyma um hreint og jafnt og óbifanlegt samsafn hluta sem endanleikinn 27 Jacques Derrida, Archive Fever: A Freudian Impression, þýð. Eric Prenowitz, Chi- cago: University of Chicago Press, 1996, bls. 19. EuGEniE BRinKEMA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.