Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2016, Síða 206
205
mun aldrei vinna bug á. Að taka hinu grófa safni opnum örmum jafngild-
ir því að lofa öðrum gildum – hinu gloppótta, snemmbúna og ómótaða,
ójafna, óreglulega, ófullkomna, ónákvæma – að setja mark sitt á það sem
varðveislunni er ætlað að halda í skefjum. Megi minnið áfram vera slitrótt.
Megi sagan áfram vera rofin og ójöfn. Megi líkamar, op þeirra og innrásir
áfram vera erfiðar, og misheppnast jafnvel. Óreiðusafnið reynir ekki að
afneita endanleikanum en krefst þess að við horfumst í augu við skorðurnar
sem endanleikinn setur sjálfri tilvist okkar. Rétt eins og gróft kynlíf hyllir
grófa safnið og nýtir hin dapurlegu mörk holdsins – án þess að harma þau.
Kynlíf reynir á líkamann – eða getur gert það. Gróft kynlíf reynir á
formið. Klám gefur okkur grófa hugmynd um það hvernig kynlíf er og,
eins og gróft kynlíf, grófa hugmynd um það sem kynlíf gæti verið. Þótt
grófa safnið sé óheilt og ójafnt, jafnvel misheppnað og eyðilagt – í merk-
ingunni varðveislan sem verður ekki safn – verður það í krafti tilurðar sinnar
safn sem viðheldur ókunnugleika sínum svo það geti skapað ný form hins
mögulega. Boðflennan verður að viðhalda ókunnugleika sínum til þess
að geta haldið áfram að vera boðflenna; að sama skapi gerir grófa safnið
innihaldi sínu kleift að mistakast það að verða að fullu varðveitt en vera
eilíflega í þann mund að verða hluti af safninu. Gripir safnsins eru var-
anlega í því ástandi að vera um það bil að verða hluti af geymslunum, án
þess að láta takmarkast af þeim, án þess að hafa verið varðveittir.
Klám reynir svo sannarlega á safnið. Það er of ómeðfærilegt, það er of
mikið af því, og það er ósamstætt; það er erfitt; hlutir eru settir á vitlausan
stað, þeirra er saknað. En viðurkennum við þennan grófleika eða reynum
við að slétta yfir hann? Það er spurningin sem vaknar í hvert sinn; það
er spurningin sem valdbeitingin og innrásin kveikja. Ég held því fram að
ákveðin gerð kláms – með öllum sínum grófu og ofsafengnu köntum – geti
kennt hugvísindunum hvernig má hugsa með hinu grófa formi. Megi gróf-
leikinn taka sinn toll. Megum við standast hvötina til að gera hann stöð-
ugan og heilan, að úthýsa með kenningum eða skrifa burt gildi grófleikans
– að breyta ofbeldi hans aðeins í enn aðra tegund af lélegri vöru og vilja
svo að fræðileg gagnrýni geti á einhvern hátt bætt hann. Örótt og flækt og
blettótt safn – og já, jafnvel týnt – kennir okkur hvernig má dvelja við hið
grófa án þess að lagfæra brotna kanta þess. Þetta er siðaregla: maður skyldi
ekki eyða ókunnugleika boðflennunnar með því að aðlagast átroðningnum
og gera þannig að engu valdbeitinguna sem væri verðugt viðfangsefni.
GRÓFiR DRÆTTiR