Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 55
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 49
sálarinnar [...] til að tjá trúnaðarmál skáldanna og sjálfra sín.“ (82)
Og margt ljóðanna segist hann hafa kunnað „utanbókar laungu
áður en ég skildi orðin.“ (82)
Eitt af viðfangsefnum tónlistarheimspekinnar er að skilgreina
hvað tónlist sé, og af hverju hún höfði svo mjög til manna og sé
þeim nauðsynleg. Um þetta eru margar og skiptar skoðanir.
Bandaríski heimspekingurinn Susanne Langer telur að tónlist hafi
sömu formgerð og líkaminn og tjái þær tilfinningar hans sem
tungumál nær ekki yfir. Hún bendir á að í tónlist sé um að ræða
sömu hrynjandi og í líkamanum og kallist á við hjartslátt hans og
öndun. Hjartslátturinn og öndunin endurtekur sig í sífellu, ein
hrynjandi tekur við af annarri eins og í bylgjuhreyfingu, það flæð-
ir að og frá, endalaust. í þessu kemur fram lífstilfinning mannsins
og sú tilfinning að hann sé hluti af sköpuninni og sífelldri endur-
tekningu hennar. Líkaminn er líf, hrynjandi og hreyfing, óum-
ræðilegar tilfinningar sem tónlistin kallar fram.7
Kenningar Susanne Langer um tónlistina sem líkamsmál
minna á kenningar Roland Barthes um tónlistarlíkamann.8 Sam-
kvæmt Barthes eru til tvær tegundir tónlistar, sú sem menn hlusta
á sem þiggjendur, t.a.m. á tónleikum eða af plötum, tónlistin sem
vara, og sú sem menn skapa sjálfir og iðka með líkama sínum. Eins
og Halldór Laxness aðhyllist hann þá síðari. I bókinni I túninu
heima er mjög skemmtileg og líkamleg lýsing á því þegar Halldór
sem barn syngur fyrir hundinn sinn, og þeir síðan báðir saman:
Þegar ég kunni ekki leingur fleiri lög né meiri kvæði bjó ég til ný lög og
nýtt mál við þau. Seinast varð Snati lýrískur og fór að spángóla undir með
aumkunarverðum tón, hjáróma af vonleysi og ángist. Oft komst ég sjálf-
ur svo við af því ókennilega máli sem valt uppúr mér ásamt sollinni
saunglist, alt mælt af munni fram, að tárin byrjuðu að streyma niður
7 Susanne Langer, Feeling and Form. A Theory of Art, New York: Scribner, 1953;
sjá einkum fjórða kafla.
8 Roland Barthes, L’obvie et l’obtus. Essais critiques III, París: Éditions du Seuil,
1982; kaflinn „Le corps de la musique,“ en í honum eru m.a. greinarnar „La
musique, la voix, la langue,“ „Musica Practica" og „Le grain de la voix“ sem hér
er vitnað til. Þær tvær síðastnefndu eru til í enskri þýðingu, „Musica Practica"
og „The Grain of the Voice,“ Image, Music, Text, ritstj. og þýðandi Stephen
Heath, Lundúnum: Fontana Press, 1977.