Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 162
156
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Hvar eru skipin, sem við sigldum á
til sólarlandsins yfir höfin blá,
og fákurinn, sem fyrr með okkur rann
til fjallsins, þar sem vafurloginn brann?
Hvar eru þau hin töfralýstu torg
og turnarnir á okkar hvítu borg?
[■■■]
Við brotin skipin bylgjur stíga dans
á borgarrústum okkar sokkna lands.
(Davíð Stefánsson)34
Stefið er ennþá sprelllifandi, það er jafnvel sungið við mikinn
fögnuð á leikskólum: „Hvar er húfan mín? Hvar er hempan mín?
[...] Hvar er bláa skyrtan, trefillinn og beltið mitt? Ég er viss um
að það var hér allt í gær.“35 - Rétt er að mínum dómi að kalla
kvæði með stefinu Ubi sunt... undirgrein í elegískum skáldskap.
Aðrar undirgreinar eru til dæmis eftirmæli um kunna menn eða
ástvini, og viss tegund ástarljóða. Reyndar er misjafnt hvað menn
kalla elegíur þegar klassískum brag sleppir, en mér sýnist ráðlegt
að skilja hugtakið vítt eins og í íslensku heitunum saknaðarljóð,
tregaljóð, angurljóð, raunaljóð. En skilgreiningar eru varasamar,
því eins og vitur maður sagði: omnis determinatio est negatio, öll
skilgreining felur í sér útilokun.36
Elegían kemur orðum að sorginni og gerir hana með því léttbær-
ari. Þetta vissi Goethe, og enginn hefur orðað það betur en hann
með setningunum frægu í Torquato Tasso sem hann gerði seinna
að einkunnarorðum kvæðis síns „Elegie":
Und wenn der Mensch in seiner Qual verstummt,
Gab mir ein Gott zu sagen, was ich leide.
34 Ljóðasafn I, Vaka-Helgafell 1995, bls. 139. Frumútg. í Kvœðum 1922.
35 Ur Kardimommubœnum eftir Thorbjorn Egner, Kristján frá Djúpalæk þýddi
söngva, Nýja söngbókin, Klettaútgáfan [án ártals], bls. 226.
36 Spinoza: Epistolae, 50. bréf. Kristján Árnason benti mér á þessi orð Spinoza.