Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 211
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
205
stæða tilvist, hann þarfnist rannsóknar, skýringar og réttlætingar áður en
hægt sé að leysa hann. Vert er að vekja athygli á nokkrum atriðum í þessu
sambandi. í fyrsta lagi býr að baki sú grundvallarafstaða að verk hugsun-
arinnar sé að glíma við vanda. Dewey telur því yfirvegun sem ekki tekst
á við verkefni eða vandamál ekki vera eiginlega hugsun. í öðru lagi er það
viðhorf að í rannsókn sé leitað að því sem er líklegt til að leysa tiltekinn
vanda, frekar en að skilja við hann óleystan eða telja hann jafnvel óleys-
anlegan. í þriðja lagi er aðferðin sjálf. Dewey virðist halda að besta leiðin
til að hugsa um rannsókn, til að hugsa um hugsun, sé að velta fyrir sér að-
ferðum hennar. Hvað sem segja má um þá aðferð sem Dewey lýsir, þá er
það sjálfstæð spurning hvort besta leiðin til að hugsa um rannsókn sé að
leggja drög að aðferðafræði rannsóknar.
Richard Rorty hefur bent á að togstreita komi fram hjá Dewey á milli
„freistingarinnar til að segja að við þurfum ekki á annarri reglu að halda
en þeirri sem Peirce sló fram, það er „stíflaðu ekki farveg rannsóknarinn-
ar“ og hins vegar þeirrar þarfar að setja niður fyrir sér aðferð sem geti
bætt hugsunaraðferðir fólks sé henni beitt."39 Hvers vegna skyldum við
láta okkur svo annt um rannsóknaraðferð? Hvers vegna ekki einfaldlega
að opna augun fyrir því að með því að telja eina rannsóknaraðferð yfir
aðra hafna erum við enn á ný að falla í gryfju þeirra ranghugmynda sem
setja réttnefnda þekkingu í samband við eitthvað fyrirframgefið, hvort
sem um er að ræða fyrirframgefið viðhorf eða föst sannindi um heiminn?
Áhersla Deweys á aðferð verður hins vegar skiljanleg í ljósi uppeldis og
menntunar. Hann gerði sér mætavel grein fyrir því að aðferð af því tagi
sem hann lýsti gat aldrei orðið annað en ófullkominn leiðarvísir þeirra
sem hefðu áhuga og vilja til að hugsa skipulega um þekkingu og rann-
sókn. Það sem máli skiptir er einmitt sú afstaða sem setur menntun í
miðju heimspekinnar. Dewey hafnar þannig þeirri aðgreiningu sem oft er
gerð á rannsókn og námi. Aðferðafræði getur aldrei skapað öruggt kerfi
leiða til að feta frá vandamáli að lausn þess. Sá sem fæst við rannsókn þarf
að vera varkár, eða „írónískur" svo notað sé orðalag Rortys, gagnvart
þeirri aðferð sem hann beitir. Honum þarf alltaf að vera ljóst að það er
sama hvaða aðferð er beitt: Hún er alltaf takmörkuð og háð endurskoð-
un og breytingum.40
Þrepaskiptingin eins og Dewey lýsir henni í Hugsun og menntun ger-
ir tvennt sem er sérstaklega mikilsvert frá kennslufræðilegu sjónarmiði:
Hún felur í sér einfalt líkan rannsóknar sem á við um hugsun um dagleg
vandamál og um flókinn vísindalegan vanda. I öðru lagi birtist líkanið í
39 Richard Rorty, „Introduction", The Later Works, 8. bindi, Southern Illinois
University Press, Carbondale, 1989, bls. xiv.
40 Sjá H.S. Thayer og V.T. Thayer, „Introduction", The Middle Works, 6. bindi,
Southern Illinois University Press, Carbondale, 1973, bls. xiii, xvii.