Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 125
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN?
119
kergjuleg þjóðernishyggja hvetji til einangrunar frá umheimin-
um.)18
Sökum þess að alþjóðahyggja ristir ekki eins djúpt og þjóðern-
ishyggja gerir Habermas sér grein fyrir að það er ekki mikill áhugi
meðal Evrópusambandsbúa fyrir myndun evrópsks samveldis
sem hefði evrópska samstöðu meðal borgaranna að inntaki.
Nokkrir leiðandi stjórnmálamenn í Evrópu hafa hins vegar á und-
anförnum misserum hvatt til slíkrar umræðu og Habermas vill
með skrifum sínum leggja sitt af mörkum til að skerpa á henni
með því að ögra og ná þannig til almennings.19
Hvers vegna er þörf á evrópskri samstöðuvitund?
Rökin sem Habermas færir fyrir nauðsyn þess að móta úr svo
ósamstæðum þáttum evrópska samstöðu eru í senn menningarleg
og pólitísk. Lítum fyrst á hin menningarlegu rök. Þeim má skipta
í tvennt. í fyrsta lagi eru samfélög samtímans í síauknum mæli að
verða fjölmenningar- og fjölhópasamfélög.20 Hinn einsleiti grunn-
ur þjóðríkisins er víðast hvar í Evrópu að brotna og þar með er
þrenningin þjóð/tunga/menning ekki í sama mæli og áður límið
sem heldur samfélaginu saman. Samfélagið verður æ margbreyti-
legra, hvort sem litið er á menningarlega eða etníska samsetningu
einkenni þjóðar eða menningar sinnar þar eigi maður helst heima. Þar er manni
síst sama sem ber vott um væntumþykju. Slík átakakennd afstaða getur um leið
oft verið kjarninn í „heilbrigðri" þjóðernisvitund þar sem hún forðast í senn
þjóðrembu og þjóðarósóma.
18 Ekki má gleyma að alþjóðahyggja hefur einnig sýnt á sér slæmar hliðar í sögu
20. aldar á sama hátt og öfgakennd þjóðernishyggja.
19 Þar á meðal eru Lionel Jospin í Frakklandi, Göran Person í Svíþjóð, Gerhard
Schröder í Þýskalandi, en utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, hratt
umræðunni um gerð evrópskrar stjórnarskrár af stokkunum með ræðu sem
hann flutti í maí 2000. Sjá Lionel Jospin, „Europa schaffen, ohne Frankreich
abzuschaffen, ist mein Kredo“, Frankfurter Rundschau, 5. júní 2001; Joschka
Fischer, Vom Staatenbund zur Föderation, Frankfurt M.: Suhrkamp, 2000.
20 ísland er ekki eitt af hinum margsamsettu samfélögum samtímans, en það er nú
að verða innflytjendaland með u.þ.b. 5% íbúa sem hafa annaðhvort fengið ís-
lenskan ríkisborgararétt eða eru með erlent ríkisfang. Má ætla að tala íbúa
landsins sem hafi íslensku ekki að fyrsta máli sé eitthvað hærri, skv. upplýsing-
um Guðrúnar Pétursdóttur hjá Alþjóðahúsinu.