Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 200
194
JÓN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Þetta viðhorf pragmatismans sem Rorty lýsir greinir hann frá klassískri
raunhyggju. Dewey var sá höfundur pragmatismans sem helst reyndi að
skýra í hverju þessi grundvallarafstöðumunur fælist. í verkum sínum
lagði hann mesta áherslu á að vísindaleg afstaða væri einfaldlega gagnrýn-
in afstaða til þjóðfélags og þekkingar, sú meginhugmynd að markverðar
niðurstöður væru afurð gagnrýnnar hugsunar. Samkvæmt Dewey á vís-
indaleg afstaða þannig jafnt við um sannleika, þekkingu, siðferðisgildi og
mannskilning.9
Sannleikur er ekki markmið vísindalegrar rannsóknar í þeim upphafna
skilningi sem birtist í hugmyndinni um vísindi sem óháða leit að sannleik-
anum. Þetta merkir ekki að sannleikur komi vísindum ekki við heldur að
hlutverk hans í vísindalegri rannsókn skýrist ekki af sjálfu sér. Kenning
um vísindalega rannsókn og um gildar niðurstöður rannsóknar yfirleitt
verður að skilgreina hlutverk hugtaka á borð við sannleika, hlutlægni,
réttlæti, staðreyndir, gildi og gæði. Ef þessi hugtök hafa hlutverk, jafnvel
lykilhlutverk, í skilningi okkar á þekkingu, fræðum og vísindum, hvern-
ig verður þá þessu hlutverki best lýst?
Heimspeki hlýtur að rannsaka og leitast við að skýra þetta hlutverk.
Það sem við getum gefið okkur er að hlutverk hugtaka af þessu tagi verð-
ur ekki skýrt með því að lýsa nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum
þess að fullyrðing sé sönn, dómur réttlátur eða afstaða hlutlæg. Hafi þessi
hugtök eitthvert hlutverk í mannlegri hugsun yfirleitt þá er hlutverkið
fólgið í því að móta hugsun eða stýra henni. Þetta stýrihlutverk birtist t.d.
í því að við getum gert greinarmun á því sem er satt og ósatt, réttlátt og
ranglátt, hlutlægt og huglægt. I þessum skilningi eru hugtökin tæki hugs-
unarinnar til að auka gæði afurða sinna. Þau eru ekki lýsing á veruleika
utan þeirrar orðræðu sem hugsunin hrærist í.10
Þeir sem þannig hugsa leitast við að endurskoða hina almennu hug-
mynd um hlutlægni. í stað þess að skilja hlutlægni verufræðilegum skiln-
ingi á þann veg að hægt sé að njörva niður óbreytanlegar og einhlítar stað-
reyndir, þá er reynt að leggja virkan eða starfrænan skilning í þetta hug-
tak. Hlutlægnistilgátan sem hlýtur að liggja allri rannsókn til grundvallar
er sú að hægt sé með kerfisbundnum hætti, með beitingu aðferðar, að
bæta skilning á tilteknum hlutum heimsins, treysta tök manna á veruleika
sínum.* 11
9 Sjá Dewey, The Quest for Certainty [1929], The Later Works, 4. bindi, Uni-
versity of Southern Illinois Press, Carbondale, 1988, bls. 229-250.
10 Sjá t.d. John Dewey, „Propositions, Warranted Assertibility and Truth“ [1941],
The Essential Dewey, 2. bindi, Indiana University Press, Indianapolis, 1998,
bls. 208.
11 Sjá John Dewey, „The Problem of Truth“ [1911], The Essential Dewey, 2.
bindi, Indiana University Press, Indianapolis, 1998, bls. 127-128. Það er vert að