Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 189
SKÍRNIR
ENDALOK SOGUNNAR...
183
maður skilgreinir þá hugsjónina að fordæmi Fukuyama eða endur-
bætir hana og umbyltir. Hugmyndin væri þá sú að sögulegir misbrest-
ir í hinum empíríska veruleika næðu á engan hátt að varpa rýrð á ótví-
rætt sannleiksgildi hugsjónarinnar í innsta kjarna hennar. Gott og vel
- en meira að segja ef við föllumst á þessa ídealísku tilgátu er það eftir
sem áður brýnt og nauðsynlegt um ófyrirsjáanlega framtíð að leita til
ákveðins anda marxískrar gagnrýni í því skyni að fordæma misræm-
ið og leitast við að draga úr því eins og kostur er, í því skyni að laga
„raunveruleikann" að „hugsjóninni" í framvindu sem nauðsynlega er
óendanleg. (142-143)
Að því gefnu að frjálslyndissinnar hafi rétt fyrir sér að því leyti að hug-
sjón þeirra sé að sönnu hafin yfir ágreining og að nú sé ekkert annað eftir
en að ljúka verkinu sem felst í því að gera þessa hugsjón að veruleika, þá
virðist engu að síður í öllum tilvikum ótímabært að básúna „fullkominn
sigur“ þessarar hugsjónar vegna þess að slík yfirlýsing hlýtur ætíð að hafa
áhrif í þá átt að vinna gegn umbótum - og þar með hugsjóninni sjálfri.
Þessi aðfinnsla á raunar ekki einungis við um frjálslyndissinna, heldur
hugsjónamennsku almennt: sé það á annað borð ætlunin að halda áfram
því starfi sem miðast við að færa raunveruleikann nær hugsjóninni, hver
sem hún annars er, þá er ljóst að orðræða sem leitast við að efla meðvit-
undina um þær hindranir sem eftir er að sigrast á hlýtur að teljast betur
við hæfi, og í meira samræmi við réttlœtið, heldur en kenningasmíð sem
miðast við það eitt að lofsyngja hugsjónina, og meintan fullnaðarsigur
hennar, án afláts.
Svo virðist sem hinn margfalda ruglanda og tvískinnung í sjónarmiði
frjálslyndissinna, og þar með hinar vafasömu afleiðingar kenninga þeirra,
megi rekja til þess að þá skorti heildstæða hugsun um atburðinn almennt
talað og eðli hans (108). Fyrir vikið er ekki ljóst íhvaða skilningi hið tví-
þætta fyrirbæri „dauði Marx/endalok sögunnar" á að hafa átt sér stað. Er
þarna um atburð að ræða eða ekki? Er dauði Marx, og þar með endalok
sögunnar, orðinn hlutur og ekkert annað en það? Að mati Jacques
Derrida kemur hugtakið um reimleika í góðar þarfir í þessu sambandi.
Derrida nefnir þá orðræðu sem tekur reimleikana með í reikninginn
„rökfræði vofunnar" og lýsir henni svo að hún vísi á „ákveðna hugsun
um atburðinn sem gangi nauðsynlega lengra en hver sú rökfræði sem
byggir á tvenndum eða díalektík og gerir greinarmun á, eða setur upp
andstæðu á milli, veruleika (því sem er til staðar, raunverulegt, empírískt,
lifandi - eða ekki) og hugsjón (fjarvist einhvers sem ber að stefna að eða
er algilt)“ (108). Sú hugsun sem leitast við að skilja samtímann á grund-
velli hefðbundinnar tvenndahugsunar miðar að því að flokka hvaðeina
sem fyrir verður sem annaðhvort lifandi eða dautt - öðrum kostum er
ekki til að dreifa. En um leið og því er lýst yfir að tiltekið fyrirbæri, til