Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 133
SKÍRNIR
DRAUMSÝN EÐA NAUÐSYN?
127
skráin sem allir borgarar, sama hvaðan þeir koma, geta sameinast
um.a
Stjórnarskrárþjóðernishyggja Habermas hefur sætt töluverðri
gagnrýni. Hún þykir ósöguleg og þýskir fræðimenn hafa t.d. ásak-
að Habermas fyrir að veikja samstöðukennd, þjóðarsögulega vit-
und og jafnvel þjóðarstolt Þjóðverja með þessari hugmynd.34
Aðrir hafa bent á að stjórnarskrá sem á sér ekki rætur í þjóðmenn-
ingu geti aldrei endurspeglað vilja fólksins sem á að setja sér hana.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni heldur Habermas ótrauður áfram að
boða stjórnarskrárþjóðernishyggjuna og segir hana vera eina límið
sem sé nógu sterkt til að halda margbrotnu samfélagi saman í ríki.
Ef okkur takist ekki að tileinka okkur hana muni samfélagið
splundrast upp í marga afgirta menningarkima.
Ef stjórnarskrárhyggja nær útbreiðslu meðal þjóðríkjanna verð-
ur hún að dómi Habermas áfangi í myndun yfirþjóðlegrar vit-
undar. Hann álítur að evrópsk stjórnarskrá, sem ýmis ríki taki sig
saman um að semja, muni enn frekar ýta undir Evrópuhyggju og
samstöðu. En þá verði borgarar þjóðríkanna að hafa tekið virkan
þátt í undirbúningi stjórnarskrárinnar. Við gerð hennar mun reyn-
ast einna erfiðast að aðgreina og skipta upp valdsviðum milli sam-
veldis, þjóðríkja og svæða í skipulagshluta stjórnarskrárinnar.35
En þörf er á fleiri og áþreifanlegri atriðum en stjórnarskrá eigi
Evrópa að verða að samveldi byggt á svo ólíklegri sjálfsmynd sem
Evrópuvitund er. Habermas telur þrjú skilyrði til sem ég nefni hér
aðeins til leiks, en útskýri ekki frekar: Fyrsta skilyrðið er að evr-
ópskt samfélag borgara sé fyrir hendi. Annað skilyrðið er að op-
inber pólitískur vettvangur verði til á Evrópuvísu og þriðja skil-
yrðið er að til verði pólitísk menning sem allir borgarar Evrópu
eigi hlutdeild í.36 Samevrópskir fjölmiðlar munu gegna stóru hlut-
verki eigi þessi skilyrði að verða uppfyllt.
33 Annar raerkur stjórnspekingur, John Rawls, hefur sett fram áþekkar hugmynd-
ir, sbr. bók hans The Law of Peoples, Cambridge Mass.: Harvard University
Press, 1999.
34 Sjá t.d. grein Karl Heinz Bohrer í Merkur, sérhefti 617/618, „Europa oder
Amerika?", Stuttgart: Klett Cotta, 2000.
35 Jtirgen Habermas, „Braucht Europa eine Verfassung?", 126.
36 Sama rit, 118. Sjá einnig 120-121.