Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2002, Page 130

Skírnir - 01.04.2002, Page 130
124 SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR SKÍRNIR atriði til sem hann telur gera Evrópubúa í stakk búna til að mynda samveldi. Og hann telur líka upp skilyrði sem enn eru ekki fyrir hendi, en er þó bjartsýnn á að þau verði það von bráðar. Alveg á sama hátt og það tókst að spyrða saman fólk af ólíkum toga og gera úr því þjóðir á 19. öld, ætti okkur á 21. öld að auðnast að taka okkur saman til að tryggja hagsmuni og framtíð Evrópu. Saga Evrópu hefur allt frá lokum miðalda verið vörðuð marg- víslegum hörmungum. Álfan er stríðshrjáð og barist hefur verið um allt milli himins og jarðar; um trú og vald yfir sálum manna, um lönd og borgir og auðlindir, um yfirráð yfir nýlendum. Habermas telur þessa reynslu hafa kennt Evrópumönnum að leysa deilur, sættast við óvini sína, innlima útskúfaða og þar fram eftir götunum. Evrópubúar ættu því að eiga ríkulega innistæðu fyrir umburðarlyndi og samkennd. Hinn harði skóli sögunnar hefur kennt Evrópumönnum að vera sveigjanlegir. Það kemur þeim að gagni við Evrópusamrun- ann sem mun verða stöðugt lærdómsferli þar sem ekki er hægt að gefa sér niðurstöðurnar fyrirfram heldur verður að komast að þeim með sameiginlegri ákvarðanatöku. Þetta er lífsnauðsynlegt eigi Evrópusambandið sjálft að verða lýðræðislegra. Sem stendur er það fyrst og fremst bandalag um sameiginlegan markað og stjórnmálalega séð of vanmáttugt til að geta verið sá lýðræðislegi vettvangur sem Habermas sér fyrir sér að það verði í framtíðinni. Gagnrýni á miðstýringuna frá Brussel sem andstæðingar Evrópu- sambandsins telja sambandinu helst til foráttu er því fyllilega rétt- mæt að hans mati. Sambandið hefur skákað í skjóli sérfræðinga- veldis, stofnana og reglugerða. Grár embættismanna- og stofnana- bragur verður að víkja fyrir líflegri pólitík í sambandinu. Efling hennar krefst þess að Evrópuþingið verði valdameira og meiri og nánari samvinna verði milli þess og þjóðþinga aðildarlandanna. Þá vaknar sú spurning hvort við höfum nokkra tryggingu fyrir því að sambandið geti orðið lýðræðislegra, þar sem voldugustu ríkin innan þess gefi hvort eð er tóninn. M.ö.o. mun ekki þýski seðlabankinn stjórna fjárlagagerð einstakra ríkja með vaxtastefnu sinni? Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu kemst að svip- aðri niðurstöðu og Habermas þegar hann segir að eina ráðið við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.