Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
KVENNA MEGIN
169
femínisma. Eins og Sigríður sýnir á mæðrahyggja Kvennalistans margt
skylt við kenningar Carol Gilligan og Nancy Chodorow sem álitu að
konur væru að eðlislagi umhyggjusamari, meira nærandi og í betri tilfinn-
ingatengslum en karlar. Ólíkt kenningum sem finna kvenlegu og karllegu
eðli stað í líkamlegum eiginleikum, telja þær Gilligan og Chodorow að
ræturnar sé að finna í sameiginlegum reynsluheimi kvenna, svo sem um-
önnun, barnauppeldi, og öðru þess háttar. Einkum hélt Chodorow því
fram að kvenlegt og karllegt sálareðli væri mótað á fyrstu æviárum barna
og því skipti miklu máli að móðirin sinnti barninu mest. Vegna þess að
mæðgur væru af sama kyni áttu samkvæmt Chodorow að myndast sterk
tilfinningatengsl milli þeirra en ekki milli mæðgina, sem náttúrulega voru
af gagnstæðu kyni. Þessi munur á þróun sjálfsins hjá stelpum og strákum
átti síðan að skýra af hverju fullorðnar konur leituðu eftir meiri tilfinn-
ingatengslum en fullorðnir karlar. Á líkan hátt átti umönnun í frum-
bernsku að skýra ýmsan annan sálfræðilegan mun á fullorðnum körlum
og konum.
Til þess að hægt sé að finna rætur kveneðlisins í reynsluheimi kvenna,
en ekki líkamlegum eiginleikum, er nauðsynlegt að gera greinarmun á
kyni og kynferði. Simone de Beauvoir er talin hafa orðið fyrst til að benda
á nauðsyn þess að skilja á milli kyns og kynferðis, þegar hún sagði að
konur fæddust ekki sem konur, heldur yrðu þær að konum.3 Kyn hefur
verið skilgreint sem líffræði- eða líffærafræðilegt fyrirbæri, en kynferði
sem samfélagsleg þýðing þess. Kynferði er þá félagslegt fyrirbæri, eða fé-
lagslegur flokkur, sem myndast vegna þess að í samfélaginu er að finna
ákveðnar væntingar um hvað það sé að vera af kven- eða karlkyni og
hvers konar hlutverk og hegðan tilheyri fólki af hvoru kyni um sig. Að
vera kvenkyns, karlkyns eða millikyns er þannig spurning um kyn; að
vera kona, karl, eða eitthvað þar á milli spurning um kynferði.
Eðlishyggja Gilligan og Chodorow er því eðlishyggja um kynferði.
Hyggjum nú nánar að því hvað það þýðir. Eðlishyggja, sem nefnd er
„essentialismi" á ýmsum erlendum málum, er ævaforn kenning sem rekja
má til Aristótelesar, enda þótt ég ætli ekki að eigna honum eftirfarandi
framsetningu. Eðlið er í þessum skilningi þríþætt og kveneðlið, ef það er
þá til, verður að uppfylla þrjú skilyrði:4
í fyrsta lagi verður kveneðlið að vera eiginleiki eða safn eiginleika
sem gerir konuna að konu. Þetta þarf að vera eiginleiki sem allar kon-
ur hafa og einvörðungu konur. Það er ómögulegt ef einungis sumar
konur hafa þennan eiginleika, nú eða alls konar annað fólk hefur hann
3 Sjá Le deuxiéme sexe, París, 1949. Á ensku eru þetta hugtökin sex og gender.
4 Sjá nánar erindi mitt hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum 20. sept. 2001. Það er
aðgengilegt á slóðinni http://www.hi.is/stofn/fem/rabb_astasveins.html.