Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 187
SKÍRNIR
ENDALOK SOGUNNAR...
181
Þegar Derrida kynnir bók Fukuyama til sögunnar varpar hann fram
eftirtöldum spurningum: „Er ekki þarna um að ræða nýtt fagnaðarerindi,
hið háværasta, fjölmiðlakærasta og mest ‘successful’ hvað snertir dauða
marxismans sem endalok sögunnar?“ (98).18 Derrida bendir á að bók
Fukuyama megi skoða sem „neðanmálsgrein" við verk áðurnefnds Kojeve
„sem átti betra skilið", og bætir síðan við: „Engu að síður er bók þessi
hvorki jafn slæm né jafn einfeldningsleg og ráða mætti af þeirri hamslausu
rányrkju sem tranar henni fram sem snotrasta hugmyndafræðilega búðar-
glugga þess kapítalisma sem unnið hefur sigur í líki frjálslynds lýðræðis
sem loksins hefur náð fyllilega fram að ganga í samræmi við hugsjón sína,
ef ekki í samræmi við veruleika sinn“ (98). Þannig kynnir Derrida til sögu
það sem kalla má meginþráð greiningar hans á kenningum Fukuyama, það
er að segja togstreituna á milli hugmyndanna um frjálslynt lýðræði sem
hugsjón annars vegar og sem raunverulegt fyrirbæri í samtímanum hins
vegar. Vandinn sem hér vaknar er sá sem við höfum þegar vakið athygli á:
sá sem heldur því fram að sagan sé á enda runnin, og hugsjónin sé orðin að
veruleika í raun, verður með einhverjum hætti að skýra hvernig á því
stendur að enn fyrirfinnst í hinu „fullkomna“ þjóðfélagi margvíslegt
hróplegt og óumdeilanlegt óréttlæti. Derrida leggur fram ítarlega skrá um
helstu samfélagsmein samtímans (og nefnir hana „símskeyti í tíu orðurn"
(134)), og drepur þar á atvinnuleysi, útilokun heimilislausra frá samfélag-
inu, viðskiptastríð, mótsagnir hins frjálsa markaðar, hyldýpi erlendra
skulda, framleiðslu og sölu vopna, útbreiðslu kjarnavopna, styrjaldir milli
þjóða og þjóðarbrota, sívaxandi vald mafíunnar og fíkniefnasmyglara og
að lokum ógöngur alþjóðaréttar og stofnana hans (134-139). Með þessa
ógeðfelldu skrá til hliðsjónar hlýtur að vakna óþægileg spuming: Getur
verið að „góðu fréttirnar" sem fylgismenn sögulokatilgátunnar halda fram
af svo mikilli ákefð tákni að þjóðfélög okkar, sem svo greinilega em mein-
gölluð, verði samt ekki bætt? Derrida gerir svofellda grein fyrir viðbrögð-
um Fukuyama við gagnrýni af þessu tagi:
[...] samkvæmt ákveðinni gmnnhugmynd sem býr frá upphafi til enda
undir rökfærslu þessarar undarlegu bænaskrár [þ.e. bókar Fukuyama]
tilheyra allar þessar hörmungar (ógnarstjórn, kúgun, undirokun, út-
rýming, þjóðarmorð o.s.frv.), þessir „atburðir" eða þessar „staðreynd-
ir“, sviði hins empíríska, „empírískum straumi atburða á síðari hluta
aldarinnar“ [...]. Uppsöfnun þeirra varpar engri rýrð á hugmynda-
frœðilega stefnu þorra mannkyns á vit hins frjálslynda lýðræðis. [...]
Hvaðeina sem virðist stangast á við takmarkið á heima meðal hinna
sögulegu empírísku staðreynda, og þá gildir einu hversu víðtækt og
hörmulegt og hnattrænt og margslungið umrætt fyrirbæri er. (99)
18 Orðið „successful“ er á ensku í frumtextanum.