Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 60
54
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Ég vona ég verði ekki af frægum ritdómurum talinn í flokki með neinum
sérstökum þíngkallendum fárs og feigðar þó ég segi hér að ég held jarðar-
farir í kirkjugarðinum hafi verið mér meiri skemtun en flest annað þegar
ég var lítill. Altíeinu og einhvern veginn alveg upp úr þurru, þegar maður
átti þess minst von um miðjan dag í miðri viku, heyrðist eitt kólfshögg.
Það líður lángur lángur tími áður en hríngt er aftur, hátt uppí eilífð. Þegar
fyrst er hríngt í klukknaportinu á líkhúsinu uppí garði, þá er líkfylgdin
kanski að leggja á stað úr húsi einhvurstaðar uppá Laugavegi. Smámsam-
an þéttast hríngíngarnar og kliðurinn eykst. Ég sat áleingdar og beið eftir
klárunum svörtu. Kanski hefur hann rignt í morgun, það er svo góð lykt-
in af rænfánginu. Ætli ég hafi verið nema einsog á sjötta árinu. Það er
byrjað að sýngja. Fuglarnir og flugurnar súngu líka. Ómurinn af Alt eins-
og blómstrið eina hélt áfram að ganga í bylgjum í golunni, vox humana,
vox celeste á víxl. (80)
Allt syngur. „Veröldin er saungur" (295), en um leið er hún
kirkjugarður. Frásögnin minnir á lýsingu Halldórs á jarðarför
skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar sem hann var viðstaddur í fyrstu
utanlandsferð sinni, í Kaupmannahöfn vorið 1919:
Hjartnæmar kveðjuræður skáldbræðra hans voru á enda og stundar-
korn kvökuðu fuglarnir einir í sýpressunum. Var nú annað eftir en snúa
heim? Einmitt þá, þegar öllu var að lúka, skildu sig fjórir menn útúr
mannþraunginni, röðuðu sér í hálfhríng við gröfina og fóru að sýngja.
Þeir súngu höfuðerindin úr Alt einsog blómstrið eina í hásumarkyrð
Danmerkur, við undirleik fuglanna í trjánum. Fjórraddaður saungurinn
með nákvæmri samstillíngu radda, einsog stiginn ósjálfrátt úr instu djúp-
um hugarins, var ekki miðaður við raddstyrk. Þetta voru íslenskir hafn-
arstúdentar. Að saungnum loknum voru þeir aftur horfnir samanvið
fjöldann.19
Skáldbræðurnir eru danskir og nafngreindir. Þeir tala og halda
ræður. Söngmennirnir eru ónafngreindir og íslenskir eíns og
skáldið. Þeir syngja á íslensku við undirleik náttúrunnar, og þeir
hverfa.
Eins og Garðar Hólm mannsaldri fyrr syngur Álfgrímur í
kirkjugarðinum við jarðarfarir nafnlausra manna, þ.e. þeirra sem
19 Halldór Laxness, Úngur eg var, Reykjavík: Helgafell, 1976, bls. 36.