Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 181
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Endalok sögunnar og
framtíð lýðræðisins
Jacques Derrida
Spectres de Marx:
L’Etat de la dette, le travail du deuil et la nouvelle Internationale
Galilée 1993
... með tilliti til siðferðilegra lögmála er reynslan hins vegar (því miður!)
móðir blekkingarinnar, og það er í hæsta máta ámælisvert að draga lögmál-
in um það, hvað ég á að gera, af því, hvað er gert, eða vilja binda þau við
hið síðarnefnda.
- Immanuel Kant, Gagnrýni hreinnar skynsemi (A 318-319/B 375)
Þegar sá fyrir endann á kalda stríðinu og bergrisar ógnarjafnvægisins
tóku að losa tök sín á mannkyninu skapaðist á Vesturlöndum einkar at-
hyglisverð og útbreidd pólitísk og hugmyndaleg sátt. Eftir rúmlega
fjörutíu ár í hugmyndafræðilegri spennitreyju, þar sem ekki stóð ann-
að til boða en að velja á milli tveggja andstæðra og skýrt afmarkaðra
kosta, leysti hrun kommúnistaríkjanna úr læðingi ósjálfráðan og
óstjórnlegan fögnuð rétt eins og dómarinn hefði flautað til leiksloka í
hinni miklu knattspyrnukeppni heimssögunnar og þannig skorið úr um
í eitt skipti fyrir öll að leiknum, það er að segja sögunni, væn lokið með
sigri þeirrar stjórnskipunar sem nefnd hefur verið „frjálslynt lýðræði“
- en andstæðingurinn, það er að segja kommúnisminn, eða réttara sagt
(úr því að við höfum hér valið okkur stað á sviði hugmyndanna) marx-
isminn, hefði ekki einungis tapað heldur væri hann í eitt skipti fyrir öll
dauður.
Hér er ætlunin að taka tilgátu fylgismanna hins frjálslynda lýðræðis
um endalok sögunnar til margþættrar greiningar og gagnrýni, einkum
með hliðsjón af bók hins þekkta franska heimspekings Jacques Derrida
Vofur Marx (Spectres de Marx). Eins og mörgum er kunnugt er Derrida
umdeildur höfundur og hafa skrif hans orðið fræðimönnum tilefni til
ákaflega margvíslegra túlkana, svo ekki sé meira sagt. Sá skóli sem leitast
við að skilja Derrida sem afstæðis- eða tómhyggjumann af bestu (eða
verstu) gerð hefur lengst af verið fyrirferðarmikill, sérstaklega í Banda-
Skírnir, 176. ár (vor 2002)