Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 185
SKÍRNIR
ENDALOK SOGUNNAR ...
179
trúarlegt: „frjálslynt lýðræði er og verður eina heildstæða pólitíska stefn-
an sem höfðar til hinna ýmsu og ólíku svæða og menningarheima um all-
an hnöttinn.“15 Hið nýja fagnaðarerindi felst því í ákaflega góðum tíðind-
um fyrir hinn vestræna heim. Að hætti góðra vísindamanna höfum við
lokið nákvæmri athugun okkar á Sögunni, og nú er að því komið að við
getum dregið ályktanir og komist að einfaldri og skýrri niðurstöðu: hið
frjálslynda lýðræði, í þeirri mynd sem það hefur tíðkast á Vesturlöndum
eftir síðari heimsstyrjöld, er besta stjórnarfar sem mögulegt er - fyrr og
síðar. Að svo komnu máli kunna að vísu að vakna áleitnar og óstýrilátar
spurningar: getum við sagt með fullum rétti að Bandaríki og Evrópusam-
band samtímans séu gallalaus þjóðfélög? Og ef við svörum þeirri spurn-
ingu neitandi, hvaða merkingu hefur það þá að tala um að þessi þjóðfélög
búi við „besta stjórnarfar sem mögulegt er“? Ber okkur að skilja orðið
„besta“ hér í merkingunni „skásta"? Fukuyama gerir sér fulla grein fyrir
þessari málaflækju og bregst við með eftirfarandi hætti:
í [grein minni] hélt ég því fram að eftirtektarvert samkomulag hvað
snertir ágæti hins frjálslynda lýðræðis sem stjórnarfars hefði myndast
um allan heim á síðustu árum, á meðan það bar sigurorð af andstæð-
um hugmyndakerfum á borð við erfðaveldi, fasisma og nú síðast
kommúnisma. Þar á ofan hélt ég því fram að vel geti verið að frjáls-
lynt lýðræði sé „lokapunktur hugmyndafræðilegrar þróunar mann-
kynsins“ og „endanleg mynd mennskrar stjórnskipunar“ og væri því,
sem slíkt, „endalok sögunnar". Fyrri form stjórnskipunar einkennd-
ust af alvarlegum göllum og vitleysum sem að lokum leiddu til þess að
þau hrundu, en gagnstætt þessu mátti halda því fram að frjálslynt lýð-
ræði byggi ekki við slíkar innri grundvallarmótsagnir. Ekki var þar
með sagt að stöðug lýðræðisríki dagsins í dag, svo sem Bandaríkin,
Frakkland og Sviss, væru laus við allt óréttlæti eða alvarleg félagsleg
vandamál. En þessi vandamál fólust í því að hinar náskyldu megin-
reglur um frelsi og jafnrétti, sem eru grundvöllur nútímalýðræðis,
höfðu ekki náð fyllilega fram að ganga, en ekki í því að þessar megin-
reglur séu á einhvern hátt gallaðar. Verið gat að ákveðnum löndum í
nútímanum myndi mistakast að koma á stöðugu frjálslyndu lýðræð-
isskipulagi og að önnur lönd myndu falla að nýju niður á frumstæð-
ari stig stjórnskipunar á borð við klerkaveldi eða herstjórn, en hvern-
ig sem það veltist varð hugsjónin um frjálslynt lýðræði ekki betrum-
bætt.16
fréttir“ enda þótt sú hefð hafi skapast í íslensku að þýða það með orðunum
„guðspjall" eða „fagnaðarerindi".
15 Sama stað.
16 Sama rit, bls. xi.