Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
63
VERÖLDIN ER SÖNGUR
í Brekkukotsannál svarar Álfgrímur hlátri konunnar með því
að standa upp frá hljóðfærinu og hætta að læra á orgel.
í öllum verkum Halldórs á kvenmynd eilífðarinnar sér and-
stæðu, ýmist í sömu konunni eða í annarri konu. I Brekkukots-
annál er andstæðan Klói, „hin nakta kona“ (213) sem liggur rúm-
föst í Brekkukoti. Hún er ekkert annað en líkaminn. Álfgrímur
heldur fyrst að hún sé eitthvert dýr, og hún lokkar hann upp í til
sín undir því yfirskini að hann sé að lækna hana. Þar með hefur
hann svikið Blæ, kvenmynd eilífðarinnar, konuna sem tákn:
Eitt var mér þó ljóst: ég myndi aldrei framar finna Blæ. Sú ein var í
rauninni sorg mín. Ég hafði svikið hina óholdteknu konu; konuna á
himnum; - „eilífðina í kvenmannslíki" einsog segir í niðurlagi þeirrar
bókar sem Rauðbirkni Maðurinn dró hvað mest dár að á fundinum um
rakarafrumvarpið. Með handauppleggíng minni hafði ég dregið þessa
ímynd ofanaf himni sínum og lagt hana í fjötra holdtekjunnar, búið henni
stað í svartholi efnisins. Nú var ekki framar skugga að vænta á fortjald-
inu, loftsýnin horfin. (229)
Á sama hátt og Álfgrímur fjötrar konuna í líkamann, læsir hann
tónlistina í tungumál. Hann verður ekki söngvari, eins og hann
langaði til, heldur rithöfundur. Hinn hreini tónn og kvenmynd
eilífðarinnar verða eftir sem þrá í tungumáli, máli skáldskaparins.
Yfirskilvitleg merkingarmið sem aldrei nást, en eru uppspretta
textans og takmark í sjálfu sér.
Summary
Music is a prominent theme in all of Halldór Laxness’ works. The human voice,
musical instruments, and the sounds of nature have transcendental significance,
representing an ideal that is both the impetus and the aim of language in his texts.
For Laxness, the highest form of music, “the pure sound”, belongs to nature and
has no place in society, which either suppresses or distorts it. Thus it is closely lin-
ked to childhood, time and memory, the body, the mother and the feminine.
This article explores the connection between music, language, and the eternal
feminine in the fiction of Halldór Laxness, with a focus on Brekkukotsannáll. The
analysis draws on various semiotic theories, particularly those of Julia Kristeva on
poetic language and Roland Barthes on the music-body (le corps de la musique), as
well as Susanne Langer’s argument that music has the same structure as the body
and articulates forms which language cannot convey.